KVENNABLAÐIÐ

Burger King býður upp á Valentínusarmálsverð…bannaðan börnum

Kynlífsleikföng í „Happy Meal?“ Já, við erum að segja satt – skyndibitakeðjan Buger King býður nú upp á í dag, 14 febrúar, Valentínusardaginn upp á sérstakan málsverð handa pörum. Er það ekki rómantískt?

Matur og kynlíf hefur löngum átt samleið og hafa þess vegna forsvarsmenn fyrirtækisins í Ísrael nýtt sér markaðinn og bjóða upp á (eftir klukkan sex í kvöld) upp á sérstakan málsverð sem ætti að gleðja viðskiptavini í þeim hugleiðingum.

Við tengjum kannski Burger King ekki við kynferðislega matargerð eða þessháttar en þeir vilja mæta kröfum viðskiptavina sinna á sjálfan Valentínusardaginn…hvað annað?

Auglýsing

Í boxinu er hamborgari, franskar og „leikfang“ fyrir fullorðna – bindi fyrir augun, fjaðraskúfur eða höfuðnuddari. Ætli einhver íslensk hamborgarabúlla sé með eitthvað svipað?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!