KVENNABLAÐIÐ

Getur kona sem er 1.93 sm á hæð fundið ástina?

Að finna „hinn eina rétta/hina einu réttu“ fyrir Valentínusardaginn 14. febrúar er ekki einfalt. Það er sennilega enn erfiðara ef þú ert kona og höfðinu hærri (oftast) en flestir karlmenn. Caroline Stillman er 1,93 sm á hæð og finnst hæðin vera að gera út um alla möruleika hennar á að finna sinn maka. Hún hefur aldrei farið á „almennilegt“ stefnumót og þaðan af síður verið í langtímasambandi. Hún vill þó ólm finna ástina en það kann að reynast henni erfitt.

Auglýsing

„Ég held að karlmönnum þyki óþægilegt að vera á stefnumóti með konu sem er stærri en þeir,“ segir Caroline sem er 24 ára.

Caroline 8 ára gömul….hún er mun stærri en jafnaldrarnir

„Flestir sem senda mér skilaboð eru litlir, þó sérstaklega eftir að ég litaði hárið á mér ljóst. Það er frekar sorglegt að sjá þegar þeir segjast elska háar ljóskur…ég eyði skilaboðunum um leið!

Blaðamaður Mirror.co.uk hittir Caroline og býst við háum hælum…en hún er í flatbotna skóm.

„Ég er aldrei í hælum! Það væri bara til að vekja athygli á mér,“ segir Caroline. „Lítil föt eru það einnig. Kjóll lítur út eins og stuttermabolur á mér. Það er er erfitt að klæða sig til að fara á stefnumót. Flestir menn búast við háum hælum á fyrsta stefnumóti.“

Caroline á við erfðatengdan sjúkdóm að ræða, marfan, sem eykur vefi líkamans. Hún varð fyrir miklu einelti í skóla sem hafi djúpstæð áhrif á hana.

 

Caroline grínast með að hún sé að leita að körfuboltaspilara!

Hún var oft kölluð „gíraffafætur“ í menntaskóla og margir drengir buðu henni á stefnumót, bara til að gera grín að henni. Eineltið náði hámarki þegar Caroline var kölluð „lanky“ (rengluleg) af konu á netinu og hvatti hana til að enda sitt eigið líf. Foreldrar hennar brugðust þá við með að taka hana úr skólanum og fékk hún heimakennslu.

Auglýsing

„Svona lagað hefur langvarandi áhrif. Fólk er almennilegra í dag…þrátt fyrir að fábjánar eigi til að öskra. Ég hata það, ekki út af orðunum heldur hvernig það lætur mig líta út. Ég verð of meðvituð um sjálfa mig. Ég á til að verða tortryggin þegar menn bjóða mér á stefnumót. Ég held að þeir eigi eftir að gera grín að mér….eins og í skólanum.“

Nú er Caroline að einblína á að koma skólínu sinni á framfæri þar sem þeir eru „plus-size“ eða skór fyrir stórar konur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!