KVENNABLAÐIÐ

Draugur á Snapchat: Andlit birtist á hálsi stúlku

Hrollvekjandi! Þeir sem nota Snapchat til að taka selfies með filter vita að ef einhver annar birtist í auga myndavélarinnar, nemur forritið andlitið og setur filterinn á það andlit líka. Tara McPadden var að taka slíka mynd með hundafilternum þegar hún sá önnur augu stara á sig. Andlitsnemi forritsins nam „aðra manneskju“ á myndinni sem starði á móti með hundaeyru og trýni.

Í vikunni sem leið var önnur stúlka að nafni Rachel Gardiner einnig að taka selfie með blómafilter þegar hún sá andlit fyrir neðan sitt andlit sem var eins og „djöfull.“

Sagði hún í viðtali að hún hefði strax tekið eftir þessu og tók mynd: „Ég tók myndina og sýndi kærastanum mínum sem fríkaði út. Ég póstaði á Facebook og fólk sagði að þeim fannst þetta líta út eins og skrattinn sjálfur.“

Sjáðu báðar myndirnar…finnst þér þetta ekki hrollvekjandi?

snap 2

 

snap in

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!