Ertu fyrsta barn foreldra þinna? Til hamingju! Þú ert sennilega greindari en yngri systkini þín. Ný rannsókn sýnir að elstu börnin eru yfirleitt gáfaðri en yngri bræður og systur þar sem þau fá oftast meiri tilfinningalegri örvun á fyrstu árum ævinnar.
Háskólinn í Edinborg staðfestir þetta: Eldri systkini hafa hærri greindarvísitölu sem mælist í prófum.
Í raun má rekja þetta til foreldranna, því hegðun þeirra breytist með börnunum og því fleiri sem þau eru, því minni athygli fá þau frá foreldrunum. Fyrsta barn fær meiri stuðning á yngri árum og betri leiðbeiningar. Þannig fá eldri systkini oftast hærri einkunnir en þau sem yngri eru.
Að þessu sögðu er ekki verið að segja að foreldrar elski seinni börn sín minna, alls ekki. Foreldrar eyða bara minni tíma í örvandi leiki fyrir þau sem yngri eru. Tíma sem eytt er í lestur saman er minni, tónlistarhlustun og fleira sem hjálpar börnum að þroskast.