Flugfreyja hjá Alaska Airlines kom í veg fyrir mansal þegar hún tók eftir að eitthvað var bogið við táningsstúlku sem sat við hlið eldri manns. Shelia Frederick, 49, fékk vonda tilfinningu þegar hún sá að stúlkunni leið ekki allskostar vel og fann á sér að ekki var allt með felldu. Þegar Sheila reyndi að tala við stúlkuna, brást maðurinn illa við og stúlkan neitaði að svara.
Sheila gat hvíslað að henni að koma á salernið þar sem hún skildi eftir skilaboð á miða handa henni. Á honum var einföld spurning: „Þarftu hjálp?“
Stúlkan skrifaði á miðann að sú væri raunin. Sheila lét flugmennina vita og lögreglan beið eftir manninum á flugvellinum.
Í fyrra tóku bandarísk yfirvöld um 2000 dólga og hafa flugfreyjur og -þjónar verið þjálfuð í að koma auga á þegar eitthvað amar að farþegum þeirra: Börn eða fullorðnir sem líta út fyrir að skammast sín, hræðast eitthvað eða eru á lyfjum, farþegar sem virðast ferðast með einhverjum sem þeir þekkja ekki eða þeir sem tala fyrir hugsanlegt fórnarlamb og hleypa því ekki úr augsýn.
Sheila tók eftir þessu – tók eftir misræminu milli unglingsstúlkunnar og þessum eldri manni sem var vel klæddur. Hún sagði líka að stúlkan hefði litið út „eins og hún hefði gengið í gegnum heilt helvíti.“ Núna er Sheilu fagnað um allan heim sem hetju.
Þú getur lesið alla söguna á NBC News.