Gunnar Örn Heiðdal gaf leyfi til að birta þessa stórskemmtilegu færslu sem hann deildi á Facebook:
Góða kvöldið,
Mig langaði til að segja ykkur frá geggjuðu húsráði sem ég var að átta mig á í dag. Verandi piparsveinn og þvottaletingi þá á ég til með að þrífa nærbuxur og sokka einungis þegar ég er kominn á seinasta par. Nema hvað að í dag þá misreiknaði ég mig aðeins og var kominn úr sturtu með enga hreina sokka eða nærbuxur, Allt var nýþvegið og blautt í þvottavélinni. Hvað gera bændur þá ? Ég fór í þvottavélina, náði í röku sokkanna og nærbuxurnar og setti þær í – örbylgjuofninn. Ég skellti sokkaparinu á 2 mínútur og síðar einnig nærbuxunum. Út kom þetta þurrt og hlýtt! Mega kosý að fara í þetta.
Kostir :
Fljótt
Sparnaður við að kaupa þurrkara
Örbylgjuofninn lyktar eins og nýþveginn þvottur
Ókostir :
Engir
Næsta skref er að prufa mig meira áfram, Skyrtur og boli!
Ég var líka svo ánægður með þetta að ég fór og varð mér út um auka örbylgjuofn af Bland.is í dag á 2000 kr og hef sett hann fyrir ofan þvottavélina.
Vonandi njótið þið góðs af þessu þegar þið lendið í basli.