Hundurinn Tinna var líklegast á allra vörum í byrjun árs, en hún slapp úr pössun rétt fyrir áramót og var hennar leitað í meira en þrjár vikur. Ung kona fann Tinnu loks 23. janúar á göngu, Tinna var með 10 kílóa stein yfir höfðinu og aðkoman benti til þess að henni hefði verið komið fyrir af mannavöldum.
Tinna er ekki eina dýrið sem hefur fundist í svipuðum kringumstæðum á Suðurnesjunum. Árið 2012 fannst hundur á heiðinni milli Keflavíkur og Sandgerðis. Hjón gengu fram á svartan ruslapoka sem hafði að geyma hundshræ, en þungum steini hafði verið komið fyrir ofan á höfði hundsins.
Varðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum sagði að það væri ljóst að hræið hefði verið þarna í nokkurn tíma, líklega væri það í mánuðum talið.
Það er hægt að lesa um málið betur hér. Við vörum þó við mynd neðst í fréttinni, þar sem höfuðkúpa hundsins sést.
Einnig hafa tveir kattaeigendur sett sig í samband við Andreu sem hafa misst kettina sína á sama máta, þar sem stórum steini er komið fyrir á höfði dýrsins.
Því leitum við eftir upplýsingum hvort fleiri dýr hafi fundist í svipuðu ásigkomulagi.
Vinsamlegast ef þið hafið upplýsingar sendið á andrea@23.is.
_______________________________________________________________________________________
Greinin er birt með góðfúslegu leyfi Hundasamfélagsins. Þú getur smellt HÉR til að fara inn á Facebooksíðu Hundasamfélagsins eða HÉR til að fara inn á vefsíðuna þeirra.