Ég rakst á nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem kosta lítinn pening. Allt eru þetta hugmyndir að föndri fyrir börn sem þarfnast ekki mikillar fyrirhafnar.
Um helgar, eða þegar kalt er úti er notalegt að sitja inni , föndra og hafa það huggulegt.
Skemmtileg hugmynd: Hvernig hægt er að búa til hús úr tómum brúsum
Efni sem þarf :
Brúsi, hnífur til þess að skera út glugga og hurð, máling, lím og efnisbútur til þess að gera gardínur
Keilur gerðar úr tómum flöskum
Efni : Tómar plastflöskur, vatn og matarlitur
Hengirúm undir borðstofuborðinu
Það er alltaf gaman að mála steina
Efni : steinar og máling
Mörgæsir búnar til úr tómri flösku
Efni : Málning, límbyssa, tómar plastflöskur og efni til þess að gera trefil og dúsk
Sokkar verða að kanínu-bangsa
Efni : Sokkar, nál, tvinni, tölur, skæri
Bolur verður að mynd
Efni : Bolur, Strigi, heftibyssa, skæri, límband