KVENNABLAÐIÐ

Melania Trump hefur lítinn áhuga á að vera forsetafrú

Tvær vikur eru nú liðnar síðan Donald Trump tók við forsetaembætti Bandaríkjanna. Melania hefur nú ýtt undir þær sögusagnir að hún hafi engan áhuga á embættinu né að sinna „skyldum” sínum sem forsetafrú og flestar eiginkonur forseta hafa gert hingað til.

Melania ætti að hafa gert þessa hefðbundnu hluti, s.s. að útnefna tvo ritara, matreiðslumeistara og blómaskreytingahönnuð. Hún lét loksins undan þrýstingi að ráða starfsmannastjóra í síðustu viku og sagði í fréttatilkynningu, hálf afsakandi að það taki tíma að ráða í svo mikilvæga stöðu.

Þar sem enn vantar í þessar stöður hefur hefðbundnum skoðunarferðum almennings um Hvíta húsið verið frestað um óákveðinn tíma. Melania hefur heldur ekki sýnt neinum öðrum málefnum áhuga en neteinelti en hefð er fyrir því að forsetafrúr einbeiti krafti sínum í ákveðnum þjóðfélagsmálum.

Auglýsing

Það sem fer þó illa í fólk er að hún býr ekki einu sinni í Hvíta húsinu eins og venjan er. Hún hefur einungis eytt tveimur nóttum í húsinu og ætlar sennilega að búa í New York. Sagt hefur verið að hún vilji einungis vera í New York á meðan Barron, sonur þeirra, er enn í skóla þar.

Melania og Barron
Melania og Barron

Forsvarsmenn Hvíta hússins segja að hún muni flytja með haustinu alveg til Washington en fólk telur það ólíklegt.

Að sjálfsögðu verður þetta kjörtímabil ólíkara öllum öðrum í sögu Bandaríkjanna. Donald er ekki stjórnmálamaður og hefur ekki sinnt herskyldu. Greinilegt þykir að Melania vilji ekki breyta lífi sínu á neinn hátt sem þar var fyrir embættistöku eiginmannsins.

Ber fólk Melaniu saman við Michelle Obama og hversu mikill skandall það hefði verið ef hún hefði ekki búið með manni sínum heldur dvalist í Chicago, dregið lappirnar í að ráða fólk og neytt fólk til að hætta skoðunarferðum.

Auglýsing

Það sem helst fer fyrir brjóstið á Bandaríkjamönnum er að dvöl Melaniu í New York kostar skattgreiðendur fúlgu fjár. New York borg er að eyða milljón dollurum á dag í öryggisgæslu fyrir forsetafrúna. Borgarstjórinn, Bill de Blasio, hefur sagt að viðræður eigi að fara fram við forsetaembættið vegna kostnaðar sem eigi ekki að falla á borgina. Finnst fólki að Donald, sem er margyfirlýstur milljarðamæringur, eigi bara að greiða kostnaðinn úr eigin vasa. Hann hefur þó alltaf þverneitað að upplýsa skattaskýrslur sínar þannig það er allt við sama heygarðshornið hjá þeim manni.

Hvernig hjónabandi Melaniu og Donalds er háttað er Bandaríkjamönnum slétt saman um – en þeir vilja ekki borga fyrir sérviskuna.

Heimild: Slate.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!