KVENNABLAÐIÐ

Hætt við að selja fatalínu Ivönku Trump

Fata- og skólína forsetadótturinnar Ivönku Trump hefur verið tekin úr sölu í lúxus-stórversluninni Nordstrom þar sem salan á vörunum hefur hríðfallið að undanförnu. Er því átak fólks sem er óánægt með kjör forsetans Donald Trump að bera árangur. Grab Your Wallet átakið #grabyourwallet er liður í að sniðganga allar vörur sem tengjast Trump. Þar eru á lista 60 fyrirtæki svo sem Trident, Macy´s og LA Clippers.

Auglýsing

Í tilkynningu frá Nordstrom segir: „Við seljum vörur sem seljast. Við höfum til sölu þúsundir vörumerkja og á hverju ári hættum við að selja um 10% þeirra vegna þess þær ganga ekki nógu vel. Fatalína Ivönku Trump hefur ekki gengið nógu vel.“

Einungis fjögur skópör eru til sölu á vef Nordstrom og þrjú þeirra eru með 40% afslætti. Áður var 71 vara til sölu á vefnum.

Talsmaður átaksins, Shannon Coulter, segir: „Fólkið sem kaus á móti Trump kunna að hafa tapað í kjörklefanum en þau geta unnið við búðarkassann.“

Heimild: The Independent

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!