KVENNABLAÐIÐ

Hver eru einkenni fólks með lesblindu?

Oft er orðið lesblinda eða dyslexia notað sem samheiti yfir námsörðugleika eins og lesblindu, reikniblindu og skrifblindu. Margir foreldrar þekkja þá reynslu að vinna með barninu sínu í heimanámi en uppskera lítinn árangur. Hefðbundin skólakennsla virðist ekki henta og barnið dregst  aftur úr, upplifir mikla erfiðleika í námi, óútskýranlegir maga- og höfuðverkir gera vart við sig, og oft ýmis konar kvíði og vanlíðan.

Lesblinda á þó ekki bara við um börn, margir fullorðnir eru með lesblindu, þó þeir hafi aldrei verið greindir með lesblindu. Þessir aðilar hafa ekki náð árangri í bóklegu námi, leitað frekar í verklegt nám eða gefist upp og hætt í skóla. Margir þessara einstaklinga komast þó vel af í lífinu og eru oft miklir athafnamenn. Talið er að allt að 10 prósent þjóðarinnar sé með lesblindu en sumir eru aldrei greindir.

Auglýsing

Eftirfarandi einkenni eru dæmi um lesblindu.

·        hafa sérstaklega mikið ímyndunarafl.

·        eru sérstaklega meðvituð  um umhverfi sitt.

·        eru mjög forvitin/n.

·        nýta öll skilningarvitin í einu.

·        geta upplifað hugsun sem veruleika.

·        sleppa stöfum eða víxla við lestur.

·        finnast stafir hreyfast eða hverfa.

·        fara línuvillt.

·        eiga erfitt með stafsetningu.

·        gera ekki mun á stórum og litlum stöfum.

·        þekkja ekki hægri og vinstri.

·        umhverfið truflar.

·        eiga erfitt með að læra á klukku.

·        gleyma sér í dagdraumum og fylgjast ekki með.

·        eiga erfitt með að skipuleggja sig.

 

Nánari upplýsingar á http://www.lesblindulist.is

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!