KVENNABLAÐIÐ

Hvað þýðir „hálfmáninn” á nöglunum þínum?

Hefur þú einhverntíma velt fyrir þér hvað hvíti hálfmáninn táknar á nöglunum þínum? Ljósa svæðið á nöglunum er afar viðkvæmt og mikilvægur hluti af lagi naglanna og má alls ekki verða fyrir neinu hnjaski.

Máninn er kallaður „lunula” á latínu sem þýðir bara „litli máni” og er fimmta lag húðþekjunar þannig að það hylur æðarnar sem liggja undir. Sést hann best á þumlinum og er það misjafnt hversu áberandi hann er á fólki.

Auglýsing

a neglur3

Naglabandið er ekkert annað en þykkt lag af húð sem getur verið stundum hulið að hluta eða algerlega af „hálfmánanum.” Aldrei, undir nokkrum kringumstæðum skal hálfmáninn verða fyrir hnaski – ef það gerist verður nöglin sem um ræðir útlitsgölluð.

Hér kemur samt það áhugaverða: Fólk trúir því að hálfmáninn gefi vísbendingar um almenna heilsu.

Auglýsing

Ef hálfmáninn er ekki til staðar gæti það verið merki um sykursýki eða blóðleysi. Ef hálfmáninn er rauðleitur getur það verið tákn um hjarta-eða æðasjúkdóm. Skortur á hálfmána þýðir að brennslan er hæg og mikið af eiturefnum í líkamanum.

Einnig er talið að því minni hálfmáni – því minni orku hefurðu. Ef þú hefur engan þýðir það að þú ert vannærð/ur.

a neglur2

Að hafa hvíta hálfmána á 8-10 nöglum þýðir almennt heilbrigði. Því hvítari, því betra – það þýðir að þú hefur næga orku til að takast á við dagleg verk.

Ef þú hefur hálfmána einungis á þumalfingri en ekki öðrum gæti þig skort orku og fáir flensu oftar en aðrir.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!