KVENNABLAÐIÐ

Að stunda kynlíf í heitum potti er ekki ráðlegt

Sjóðheitt kynlíf í heitum potti er eitthvað sem mörg pör hafa stundað eða vilja stunda. Það er þó ekki ráðlegt samkvæmt kvensjúkdómalækni því það getur orsakað sveppasýkingu og upphleypt sár.

„Heitir pottar geta verið gróðrarstía óæskilegra efna sem blandast heitu vatni,“ segir Dr. Diana Hoppe frá Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Telur hún upp fjórar ástæður þess að ekki sé æskilegt að stunda kynlíf í heitum potti:

Sveppasýkingar

Efni sem notuð eru í heita potta geta auðveldlega valdið breytingum á PH gildi legganganna. Það þýðir að ýmsar bakteríur hafa greiðari aðgang að leggöngunum, m.a. Candidasveppurinn sem orsakar oft þráláta og sársaukafulla sveppasýkingu.

Auglýsing

Smokkar virka ekki

Dr Hoppe sagir að smokkar virki ekki í heitum potti. Þeir detti auðveldlega af og sé klór notaður í pottinn minnkar virkni þeirra til muna. Ráðleggur hún fólki að nota þá aðra getnaðarvörn.

Rauð upphleypt sár

Bakteríur í vatni geta orsakað rauð sár og skrámur. Húðin getur orðið upphleypt og bólgin í nokkra daga en ekki þarf að leita læknis nema ef um langvarandi sár er um að ræða.

Náttúruleg sleipiefni hverfa

Í heitum potti hverfur náttúrulegt sleipiefni konunnar. Mikið magn vatns getur í raun gert kynlífið sársaukafullt fyrir konuna.

Heimild: Men´s Health

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!