Fjöldi vitna reyndi að bjarga ungri konu en hún varð fyrir árás um miðjan dag í matvörubúð. Angie Katerine Herrera var að versla í heimabæ sínum, Bogota, þegar eiginmaður hennar Frey Vincente Ardila Velázquez kom hlaupandi inn. Eiginmaðurinn er lögregluþjónn, en í leyfi. Öryggismyndavélar í þessari kólumbísku verslun náðu augnablikinu þegar hann kom og sveiflaði gríðarstórum hníf sem hann stakk hana svo ítrekað með.
Sjá má í meðfylgjandi myndbandi (ATH: ekki fyrir viðkvæma) þegar fólk reynir að ná honum af henni en því miður allt kom fyrir ekki. Angie lést af sárum sínum en Frey hljóp út.

Vegfarendur komu höndum yfir morðingjann þar til lögregluhjálp barst en hann er nú í haldi og ákærður fyrir morð. Hafði Frey elt konu sína í verslunina en þau höfðu verið að rífast heima fyrir. Nágrannar og vinir segja þau hafa rifist afar mikið síðustu vikur.

Bogota í Kólumbíu hefur löngum verið talin ein hættulegasta borg í heimi þó sérstaklega á tíunda áratugnum. Eftir að lög voru sett á sem bönnuðu fólki að bera byssur hefur þó glæpatíðnin farið lækkandi.
Heimild: The Mirror