Sjáðu myndirnar! Vissir þú að leikarinn Ashton Kutcher á tvíburabróður? Hann heitir Michael Kutcher og eru þeir tvíeggja og 38 ára gamlir. Ashton var þyngri en Michael þegar þeir fæddust og vegna taugaskemmda í fæðingu er Michael með heilaskaða. Ashton hefur sagt að hann hataði að sjá elsku bróður sinn eiga við erfiðleika að stríða varðandi sjón, tal og fínhreyfingar: „Ég vildi ekki koma heim og fá slæmar fréttir um Michael…svo ég hélt sjálfum mér uppteknum og vildi ekki finna til,“ segir Ashton um uppvaxtarár sín.

Þegar ljóst varð að Michael þyrfti að fá nýtt hjarta sagði Ashton hafa íhugað sjálfsvíg til að bjarga bróður sínum. Hann stóð úti á svölum og íhugaði að kasta sér niður af þeim þegar faðir hans kom að honum og spurði hvað hann væri að hugsa. Ashton sagði honum það og pabbi hans sagði: „Þú getur ekki gert það,“ og í sömu andrá fengu þeir fréttir frá læknunum sem sögðu: „Við þurfum að undirbúa aðgerðina. Kona dó í umferðarslysi í Flórída og það er hjarta handa Michael á leiðinni.“

Gaman er frá því að segja að Michael er á batavegi og er sérstakur talsmaður samtaka fólks með heilaskemmdir.