Dóttir poppgoðsins Michael Jackson, Paris, er sannfærð um að andlát föður hennar hafi ekki verið slys eða tilviljun: Og það sem meira er hún er, hún óttaslegin vegna þess hún heldur að aðrir listamenn á borð við Justin Bieber gætu þurft að þola hið sama. Viðtal við Paris birtist í Rolling Stone á dögunum, en hún hefur ekki verið fús að veita þau undanfarið. Hún opnar sig varðandi að missa föður sinn svo ung, hún vill deila arfleifð hans með heiminum og sínum eigin vandamálum varðandi andlega heilsu – þar með taldar ótal sjálfsvígstilraunir og neyslu eiturlyfja.
Dóttir telur fullvíst að faðir hennar hafi verið myrtur: „Það er augljóst. Allar vísbendingar benda í þá átt. Það hljómar kannksi eins og samsæriskenning og bull en alvöru aðdáendur og fjölskyldan veit í hvernig málunum liggur. Þetta var uppsett. Þetta var algert bull. Pabbi var tortygginn á fólk sem hann hafði nálægt sér.Hann átti til að pota í þau með því að segja: „Þau eiga eftir að drepa mig einn daginn.“
Paris segir að fullt af fólki hafi haft ávinninga af því að sjá hann látinn en hún er ekki til í að benda á einhvern einn í þessu samhengi eins og staðan er í dag. Hún ásakar þó lækni föður síns, Conrad Murray, fyrir að hafa gert Michael ánetjaðan propofoli. Michael lést vegna of stórs skammts af þeim lyfjum og lyfjum sem byggjast á benzodiazepineeitrun árið 2009.
Conrad var sakfelldur um manndráp og sat inni í tvö ár.
Nú hefur Paris áhyggjur af Justin Bieber – því hún telur að hann sé á of mikilli keyrslu og nái aldrei að slaka á.