KVENNABLAÐIÐ

Skordýr nefnt eftir Donald Trump

Skordýrið er mölfluga í útrýmingarhættu með gult „hár“ og óvenju vanþróuð æxlunarfæri. Toppurinn er reyndar úr gulu hreistri en lítur út eins og hár…hárið á Donald Trump! Þessi nýfundna fluga nefnist á latnesku Neopalpa donaldtrumpi, og er henni lýst í nýútkomnu blaði ZooKeys.

skordyr3

Mölflugur eru næststærsti hópur skordýra á eftir bjöllum og eru þær mjög breiður hópur. Ekki er þó vitað á þessari stundu hvaða hlutverki „hárið“ gegnir á þessari tilteknu flugu, rannsakendur giska á að það gegni hlutverki í flugi eða við hitastjórnun. Karldýrin hafa mun minni æxlunarfæri en aðrar mölflugur af sömu stærðargráðu og teljast þau „lasburða og illa þroskuð,“ samkvæmt rannsakendum.

Aðeins sjö flugur af þessari tegund hafa fundist og þess vegna telst hún í útrýmingarhættu. Hefur flugan fundist í suður-Kaliforníufylki og Baja California í Mexíkó.

skordyr2

 Heimild: Seeker.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!