KVENNABLAÐIÐ

Make Up Forever verslun opnar á Íslandi!

Snillingarnir þau Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir hafa lagt gríðarlega vinnu undanfarin misseri í að opna skóla sem kennir allt um förðun.

Þau eru bæði hárgreiðslumeistarar og að auki er Bergþóra listförðunarfræðingur og Airbrush HD artist og með alþjóðleg kennararéttindi sem er nauðsynlegt ef þú ætlar að starfrækja förðunarskóla. Þau þekkja bæði förðunar- og hárgreiðslubransann út og inn: „Já, ég held ég sé búin að læra allt sem hægt er að læra á þessu sviði,” segir Bergþóra brosandi. Enda bera húsakynnin þess merki – blaðamann fýsir að vita hvaða innanhússarkitekt eða hönnuður hafi lagt hönd á plóg til að hanna svo glæsileg húsakynni og verður undrandi þegar Bergþóra og Ásgeir segjast hafa gert þetta allt sjálf: „Við erum alveg með fólk innan handar þegar kemur að hönnun húsnæðisins, en þegar upp er staðið erum það við sem hönnum og erum með nákvæmlega útfært í huganum hvað við viljum þegar kemur að útliti „showroomsins,” en það mun verða nánar útskýrt síðar í greininni…

Ásgeir segist vera „alt mulig mand” og er það augljóst af verkum hans að dæma…hann hefur m.a. tekið til hendinni í skólanum hvað varðar innanhússhönnun og ekki skortir hugmyndirnar á þeim bænum: Eitt borðið sem færanlegt er á hjólum (og virkilega ryðgað, en fellur vel að stílnum) fékk hann á við höfnina á Granda – hann kannaði hver eigandinn væri og fékk að kaupa það, gamalt en vel nothæft. Svo smíðaði hann plötu ofan á og grind og setti spegla sitthvorum megin og ljós…útkoman er dásamleg, satt að segja!

Auglýsing

Bergþóra og Ásgeir

Bergþóra er skólastjóri MASK Makeup & Airbrush Academy og Ásgeir aðstoðarskólastjóri. Sér hún því um alla kennslu ásamt aðstoðarkennurum, en álagið er mest á henni. Hún kennir öllum nemendum. Þau eru samt bæði í öllu saman og eru mjög samhent þegar kemur að rekstrinum og öðru, en Ásgeir grípur inní annað veifið sem þriðja augað ásamt því að annast allt sem viðkemur hárinu í skólanum.

Airbrush

Airbrush tæknin er afar vinsæl og kennd í Mask Academy. Bergþóra hefur verið að „airbrusha” síðan 1998 en þetta er tækni þar sem lítil loftbyssa sem tengist þartilgerðri maskínu með gúmmíslöngu og er farðanum úðað á húðina.
Hægt er að gera allt með airbrush: Augnskugga,eyeliner,skyggingar, varir og fela tatto, ör og lýti með sérstakri aðferð sem er kennd í skólanum. Húðin fær því postulínsáferð ásamt því að virka miklu unglegri, en með Airbrush tækninni er einnig hægt að láta húðina njóta sín mjög vel án þess að það sjáist að það sé farði til staðar.
Húðin nær einnig að anda betur þar sem Dinair, merki sem Mask Akademy selur er „water based.”
Airbrush kemur sérstaklega vel út í HD útsendingum og ljósmyndatökum þar sem minni eftirvinnsla á sér stað ef airbush er notað.

Hver er þó galdurinn við airbrushið umfram hefðbundna förðun?

„Það verður allt miklu áferðarfallegra. Það er bara eins og manneskjan sé „fótósjoppuð” – engar misfellur sjást. Make Up Forever, merkið sem við erum að fá í vikunni hefur verið með HD farða sem fullkomnar lúkkið. Vörurnar hafa mikið breyst síðan ég byrjaði,” segir Bergþóra.

Það er sérstaklega gott ef þú þarft að vera í sterkum og heitum ljósum því farðinn helst á í 14-16 tíma og er afar þægilegur: „Við notum til dæmis eingöngu airbrush á brúðir, þar sem oft þarf að „covera” mikið hold kjólanna vegna og næst jöfn og falleg áferð með airbrush og endist mikið lengur. Einnig notum við airbrush mikið á tónleikum! Ekki spillir það heldur fyrir að brúðarkjólaleigurnar elska þessa aðferð við brúðarförðun þar sem hún smitar síður farða (meik) í dýru kjólanna. Þetta er ótrúlega vinsælt,” segir Ásgeir og Bergþóra bætir við: „Ég var svo oft fengin í brúðarfarðanir um helgar í fyrra að ég var kölluð Begga bride af samstarfsfélögum,” segir Bergþóra og hlær.

Blaðamaður vill vita hvort venjulegar konur geti notað airbrush farðann og svara þau því bæði játandi. Það er kennt í skólanum þeirra og segja þau græjurnar vera orðnar það fullkomnar í dag að þær séu svipað stórar og debetkort og séu einnig þráðlausar. Þau segja: „Einnig eru framleiddir sérstakir farðar (meik) hjá Dinair merkinu sem við erum að nota, sem mega fara á dagsgamla skurði eða Paramedical Cover litir svokallaðir.”

Myndir af nemendum, verkefnum nemenda og skólanum: Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri! 

 

Námið

Nýjung hjá Ásgeiri og Bergþóru felst í að nú geta einstaklingar skráð sig á átta vikna námskeið ásamt 12 vikna, airbrushið er í 2 vikur og er hægt að skrá sig bara í það. Í þessar átta vikur er skólinn fjórum sinnum í viku – annað hvort morgunhópur frá klukkan 9-13 eða kvöldhópur 19-23. Þú verður förðunarfræðingur eftir þessar átta vikur en „pro make up artist” eftir þessar 12 vikur en ef þú tekur airbrushið með þá kemur það fram sem viðbót á diplómunni þinni sem HD Airbrush Artist. Þessar fjórar aukavikur innihalda mun ítarlegri kennslu á sviði „special effects,” leikhúsförðun og förðun fyrir kvikmyndir og sjónvarp.“ Í Mask Make Up Academy fá þau einnig til sín færustu fagmenn á sínu sviði sem gestakennara.

Hægt er að kaupa eina og eina viku í skólanum, sem er einnig nýjung: „Til dæmis ef fólki langar mikið að læra „smokey” förðun, eða bara „contouring” þá er hægt að kaupa sér viku og viku,” segja þau. HÉR er hægt að sjá heimasíðu skólans til að skrá sig.

Auglýsing

Hvort sem fólk kaupir átta eða 12 vikna námskeið fylgir taska með og hægt er að velja um litla eða stóra tösku. 47 hlutir eru í minni töskunni og 84 í þeirri stærri.

Skólinn er afar fjölbreyttur og lifandi. Fyrrum nemendur skólans eru í skýjunum með námið og er allt myndað í bak og fyrir og þau nota Snapchat mikið í tímum og getur fólk fylgst þannig með utan frá: „Til dæmis þegar við förum í leikhúshlutann, þá förum við alla leið, ekki bara förðun heldur látum við nemendur fullkomna „lookið“ með búningum, „propsi“ o.s.frv. til að fullkomna heildarútlitið og tengja alla þætti saman,” segja þau.

character creation ? #makeup #maskmakeupacademy #ursula #evil makeup: Shannen kvöldhópur.

A video posted by Mask Makeup & Airbrush Academy (@maskmakeupacademy) on

 

Make Up Forever

Snyrtivörumerkið Make Up Forever hefur ekki verið fáanlegt hér á landi í nokkurt skeið og ekki í þessu formi sem Ásgeir og Bergþóra eru að fara vinna með það: „Við erum svo að fara gera hluti tengda merkinu sem eru nýstárlegir hér á landi og verður það auglýst síðar.”

mask vörur

Snyrtivörumerkið Make Up Forever var stundum fáanlegt á Íslandi en nú hafa Ásgeir og Bergþóra fengið leyfi til að selja það og eru þau afar stolt og spennt fyrir þessari flottu línu sem er á leiðinni til þeirra: „Við komum til með að gera hluti sem aldrei hafa verið hér áður. Við höfum líka leyfi til að gefa út svokölluð PRO-kort þar sem fagaðilar fá 20% afslátt. Það eru atvinnuförðunarfræðingar sem geta sótt um það hjá okkur..með skilyrðum þó. Eigendur Make Up Forever eru mjög strangir hvað allar reglur varðar.”

Yfirmenn Make Up Forever voru á landinu í þrjá daga hér um daginn til að kíkja á skólann í kjölfar mikilla og strangra tölvupóstsamskipta og Skype-funda, en Ásgeir og Bergþóra heimsóttu þá í París í sumar til höfuðstöðvanna til að kanna hvort áhugi væri fyrir hendi að „relauncha“ merkinu fyrir alvöru hér á landi: „F yrir einhverjum árum voru reglurnar mun lausari og voru nokkrir sem fengu línuna „á borðbrúninni“ eins og þeir orðuðu það – en í dag er allta annað uppi á borðinu og var því mikil gleði þegar við fengum símtal frá Hanafi sem er Business Pro Manager Make Up Forever fyrir Evrópu og tjáði okkur það að þeir hefðu mikinn áhuga á að koma til Íslands og hitta okkur á fundi: „Þegar þeir komu til okkar og dvöldu í skólanum voru þeir yfir sig hrifnir af okkar sýn og uppsetningu á náminu og skólanum sjálfum að sjálfsögðu, og er gaman að segja frá því að hönnunin í Mask passaði eins og flís við rass við þeirra stíl og stefnu og höfðu þau orð á því að þetta væri einn fallegasti skóli sem þau hafa komið í og mættum við vera stolt af því hvernig til tókst og það sem við værum að gera!” segir Ásgeir og má vera stoltur af!

Hugmyndin á bakvið Make Up Forever á Íslandi mun kennast við „showroom” ekki „Pro-boutique” eins og þekkist í París en nánast eins concept: „Við fáum allt það sem pro-búðirnar fá og má nefna að við fáum til dæmis nokkrar vörur mánuði áður en þær koma í Sephora og venjulegu Make Up Forever búðirnar. Þeir sem eru með pro kort hjá okkur fá því tölvupóst og geta handhafar því fengið forskot á sæluna,” segir Ásgeir og ekki leynist hversu spenntur hann er að hefja söluna á Make Up Forever.

Make Up Forever - smellið á myndina til að komast inn á alþjólega síðu snyrtivörumerkisins!
Make Up Forever – smellið á myndina til að komast inn á alþjólega síðu snyrtivörumerkisins!

Eins og áður sagði er Make Up Forever ekki selt allsstaðar. Þeir eru mjög passasamir upp á vöruna sína, hvar hún er seld o.s.frv. „Varan er í hæsta gæðaflokki miðað við önnur merki og er á pari við bestu og vinsælustu förðunarmerki í heiminum og þar má nefna 4k Ultra HD farðann frá þeim verið ein vinsælasta varan í Sephora í langan tíma og aðrar sópa að sér verðlaunum reglulega. Ef við hefðum verið í verslunarmiðstöð hefðum við fengið neitun með þetta „concept” þar sem hugmyndin á bak við Showroom er að þú þarft að gera þér sérstaka ferð til að nálgast vöruna því margt sem við verðum með í búðinni fæst ekki annarstaðar og þarf staðsetningin á „showroom“ að vera til dæmis í flottum skóla með pro aðila á bakvið hann. Til dæmis er pro-búðin í París frekar falin í húsasundi og sést lítið frá götunni,” segir Bergþóra.

To download the zip file attached please send this file to the basket and then dowload it.
Jessie J

Ásgeir og Bergþóra hafa einnig fengið leyfi til að búa til vefverslun sem tekin verður í gagnið á næstunni. Nýjasta herferð Make Up Forever er afar spennandi og er Jessie J. Söngkona og töffari með meiru andlit vörunnar árið 2017. (MYND – myndband) Þau segja að mikill metnaður ríki í fyrirtækinu í markaðssetningu og eru þau með fjórar risastórar markaðsherferðir á ári: „ Make Up Forever er undir risa tískusamsteypunni LVMH (Lois Vuitton Möet Hennessey) , sem er leiðandi fyrirtæki í lúxus-tískuvörubransanum.”

Það nýjasta hjá þeim er að vera með „make-up train” sem er svona eins og „sushi-train” með nokkrum mismunandi lúkkum á sérstöku færibandi sem var „launchað“ í fyrrasumar í Sephora á aðalgötunni í París, Champs Élysées en þetta „concept“ kallast „Go Pro“ og er hugsunin að reyna færa fagmarkaðinn nær almenningi. Svo sest þú niður og velur þér „lúkk“ sem þér líkar og förðunarfræðingur hjálpar þér svo með vörurnar sem fylgja hverju boxi og leiðbeinir.“ Þetta er alveg sjúklega vinsælt,” segja þau Ásgeir og Bergþóra. Aðspurð segja þau þó að ekki komi til með að setja svona upp á Íslandi en þetta sé virkilega skemmtileg nýjung hjá fyrirtækinu en þó sé það aldrei að vita.

Snap – Mask Academy er mjög virkt og er snappið maskacademy. Á Facebook eru þau einnig með virka síðu.

Einnig er komin síða á Instagram fyrir Make Up Forever – makeupforevericeland. Facebook síða með vörunum kemur innan skamms.

Nú er í gangi leikur á Facebook og eru lesendur hvattir til að líka við þar og einnig á Instagram og taka þátt – Mask Makeup & Airbrush Academy.

Einnig er skólinn með vefsíðu – www.maskmakeup.is þar sem allar upplýsingar er að fá um skólann og fleira! Næsta námskeið hefst 30. janúar.