Nýjar upplýsingar um mál George Michael: Fjölskylda George býr sig nú undir að fá slæmar fréttir hvað andlát söngvarans varðar en hann fannst látinn á heimili sínu, 53 ára að aldri, á jóladag 2016. Rannsakendur eru nú að reyna að finna hverjir komu á heimili söngvarans, en þeir hafa nokkrar bifreiðar undir eftirliti sem ekki hefur tekist að finna hverjir eigendurnir eru.
Fékk hann þó nokkra í heimsókn fyrir andlátið, a.m.k. 10 manns: „Lögreglan er að færa rannsóknina upp á annað stig til að sjá hverjir þetta voru sem komu í heimsókn. Hún hefur mikilvægar upplýsingar sem gætu nýst við rannsóknina. Þeir taka sinn tíma, þeir vilja fá nákvæma mynd af því hvað gerðist þennan dag,“ segir fjölskyldumeðlimur sem ekki er nafngreindur: „Við viljum bara vita hvað gerðist. Af hverju var hann einn? Af hverju svaf kærastinn hans í bílnum þegar George á stórt hús? Þetta er allt mjög skrýtið. Okkur er haldið í myrkrinu. Við viljum færa hann til grafar en ekki án þess að vita hvað gerðist.“
Fadi Fawas, elskhugi George til margra ára keypti sér kaffi í vikunni í London.
Of stór skammtur ekki talinn ólíklegur
Dánarorsök er ekki ljós enn. Niðurstöður úr krufningu gefa ekkert nákvæmt til kynna. Myndavélaupptökur sýna fólk á ferli í kringum húsið þennan dag en George sást aldrei yfirgefa húsið. Fadi, sem hefur sagt að George hafi tekið eigið líf, sofnaði í bílnum sínum á aðfangadag og þykir hegðun hans furðuleg og hefur hann breytt framburði sínum að minnsta kosti tvisvar.
Kólumbíski hárgreiðslumaðurinn Carlos Ortiz sem átti í ástarsambandi við George telur ekki ólíklegt að hann hafi tekið sitt eigið líf og sagði: „Ég hafði þetta á tilfinningunni í fyrra. Það var ekki tilviljun að hann fannst á jóladag því hann hataði jólin þar sem engin börn voru nálægt. Það er bitur raunveruleiki að hann hafi tekið of stóran skammt. Það kom mér ekki á óvart. Ég hélt að hann hefði allt til að vera hamingjusamur, frægur með mikla hæfileika og fé. Þegar ég spurði hann um þunglyndislyfin sem hann tók, spurði ég einnig hvort hann væri hamingjusamur. Hann svaraði: „Nei, það er ég ekki.““
Fadi á jóladag
Frændi Fadis, Josh, segir frá því þegar Fadi hringdi í hann hágrátandi eftir að hafa fundið George í rúminu á jóladag. Átti samtalið sér stað þegar sjúkraflutningamenn voru komnir. Fadi sagði við Josh: „Ó guð, ég held hann sé dáinn. George hreyfir sig ekki. Ó, guð hann er dáinn. Þeir eru að fara með líkið núna.“
Josh segist hafa verið með Fadi þann 23. desember á krá í London og þá hringdi Fadi í George og sagðist koma heim bráðum: „Þeir bjuggu saman, þeir voru saman. Ég hef aldrei heyrt fullorðinn mann gráta jafn mikið og þegar hann hringdi í mig. Fadi spurði: „Hvað á ég að gera án hans?“ Þeir voru saman næstum daglega í sex ár. Það á engan að gruna að Fadi hafi gert honum eitthvað, það er bara bull.“
Í síðasta mánuði var sagt að George hefði hitt aftur gamlan elskhuga, listaverkasalann Kenny Goss frá Texas. Áður hafði George sagt að Kenny væri ástin í lífi sínu. Þeir voru saman í 13 ár en skildu árið 2009.
George fór á Twitter síðast í september en í síðasta mánuði stóð á Facebooksíðu hans að hann væri að búa til heimildarmynd sem kallaðist Freedom. Hann ætlaði að gefa út nýja plötu á næsta ári.