KVENNABLAÐIÐ

Kona reynir að smygla kærastanum út úr fangelsi í ferðatösku

Kona frá Venesúela var handtekin þegar hún reyndi að smygla kærastanum sem var fangi út úr fangelsinu í ferðatösku. Það heppnaðist næstum því en þótti það grunsamlegt þegar hún átti erfitt með að bera töskuna.

Hin 25 ára Antonieta Robles Souda mætti í fangelsið Puente Ayala í Barcelona, Venesúela í síðustu viki til að hitta kærastann sinn José Antonio Anzoátegui, sem afplánar 9 ára og 8 mánaða dóm fyrir bílþjófnað. Hún var með sex ára dóttur þeirra og stóra bleika ferðatösku, sem er ekki óvenjulegt í fangelsi sem þessu en þær mæðgur gista eina nótt í þessu Suður-Ameríska fangelsi. Fangavörðum grunaði hinsvegar ekki að þau ætluðu að yfirgefa fangelsið sem ein hamingjusöm fjölskylda saman.

Auglýsing

a smygl2

Áætlun þeirra gekk ljómandi og var Antonieta næstum komin út um dyrnar þegar grunsemdir varðanna vöknuðu þar sem hún átti í erfiðleikum með þessa annars litlu tösku. Þeir stöðvuðu hana og báðu hana um að opna töskuna og átti hún ekki annarra kosta völ en að gera það. Við þeim blasti José Antonio sem hafði bögglað sig saman undir fatnaði.

a smygl

Bílþjófurinn var sendur aftur í klefann sinn og kærastan handtekin, ekki þó fyrr en þeir voru búnir að taka myndirnar sem fylgja fréttinni. Antonieta er nú að bíða ákæru og sex ára dóttir þeirra dvelst nú hjá barnaverndaryfirvöldum. Hefði Antonieta verið aðeins sterkari myndi planið þeirra hafa gengið upp…

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!