Leikkonan Meryl Streep sem er ein hin dáðasta í Hollywood talaði um Donald Trump í ræðu sinni án þess að nefna hann nokkurn tíma á nafn. Donald Trump segir gagnrýni hennar ekkert koma á óvart en hann hafi ekki heyrt ræðuna. Meryl segir að ein frammistaða á árinu hafi verið ógnvekjandi og hafi brotið í henni hjartað: „Það var ekki af því hún var góð; það var ekkert gott við hana. En hún var öflug og náði árangri. Aðdáendur hlógu og sýndu í sér tennurnar. Það var þegar manneskju var boðið að sitja í mikilvægasta sæti í landinu og gerði grín að fötluðum fréttamanni,“ sagði Meryl og vísaði í ræðu sem Trump flutti árið 2015 en hann hefur neitað að sjálfsögðu að hafa gert grín. Sjáðu alla ræðuna hér að neðan: