KVENNABLAÐIÐ

Þjófótta langamman dæmd: Stal því henni leiddist

June Humphreys, 79 ára, hefur sakaskrá á „borð við virkan herónínfíkil“ var sagt í dómnum sem féll á dögunum. Stal hún öllu steini léttara í fimm ár, því henni leiddist að eigin sögn. Býr June í Crewe, Chesire í Bretlandi og hefur hún ferðast um nágrenni sitt, farið í búðir og tekið ýmislegt ófrjálsri hendi og falið það í ferðatöskunni sinni. Er talið að hún hafi stolið fyrir þúsundir punda á undanförnum árum.

june2

Auglýsing

Ellilífeyrisþeginn var síðast handtekinn í stórmarkaði í desember í fyrra. Þegar hún var handtekin og spurð hvers vegna hún væri að þessu sagði hún: „Mér leiðist held ég. Ég vildi komast út úr Crewe. Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta, ég bara tók það, allt í lagi? Ég fæ ekkert út úr þessu.“ Var hún dæmd til sektar og greiðslu sakarkostnaðar fyrir 38 ákæruliði, m.a. fyrir að hafa stolið ritföngum að virði 500 króna og bleyjur og barnamjólk að virði 2000 króna.

Verjandi hennar sagði að hún vissi að hún væri að fremja glæpi en henni leiddist óstjórnlega og hefði ekkert að gera: „Hún býr ein, hún á sjö börn en einungis eitt sem hefur samband við hana og býr á efri hæðinni.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!