Oprah Winfrey sást á götum New York um áramótin og tóku aðdáendur eftir að hún er mun minni um sig en áður. Hin 62 ára fyrrum spjallþáttadrottning hefur eins og frægt er barist lengi við aukakílóin og hefur verið í Weight Watchers síðan árið 2015. Segist Oprah vera mun afslappaðri en áður þegar kemur að þyngdarstjórnun. „Þegar ég var 90 kíló var ég OK, og þegar ég var 86 kíló var ég líka OK. Ef ég grennist ekki meira núna er ég samt enn OK,“ segir hún. „Að njóta lífsins, vera í núinu og taka sjálfa mig í sátt – ég hef aldrei gert það áður. Ég hef verið að berja sjálfa mig fyrir að vera bundin við einhverja tölu.“
Hefur hún hætt að einblína á vigtina: „Núna er ég ekki með nein markmið. Ég er í ákveðinni þyngd og ég er OK og segi við sjálfa mig: „Það er hér sem vil vera. Haltu áfram. Ég kemst þangað þegar ég kemst þangað. Og líkami minn mun segja mér þegar ég er eins og ég á að mér að vera.“ Reynir hún því að einblína á heilsusamlega þætti og að vera heilbrigð: „Ég fór kannski niður um fatastærð og vildi að fólki líkaði vel við mig. Ég gat samt ekki haldið mér í réttri þyngd, hún kom alltaf aftur. Þannig ég breytti markmiðinu í að vera heilbrigðasta útgáfan af sjálfri mér, andlega, tilfinningalega og líkamlega. Markmiðin urðu skýrari og allt varð einfaldara.“