Söngfuglinn Celine Dion hlýtur að vera þakklát að árið 2016 er liðið. Hún missti ástkæran eiginmann sinn Rene Angélil á árinu en þau höfðu verið gift lengi. Kynntust þau þegar Celine var aðeins 12 ára gömul en hann var 38 ára. Hófu þau formlegt ástarsamband árið 1987 og giftu sig árið 1994 í Montreal, Quebec, Kanada. Árið 2000 endurnýjuðu þau heitin. Í maímánuði fór Celine í tvær minniháttar aðgerðir á frjósemisstofnun í New York. Vildu þau Rene eignast afkvæmi og varð Celine ófrísk árið 2010 að tvíburunum Eddie og Nelson en þeir fæddust í desember 2010.
Þann 14 janúar 2016 lést Rene af völdum krabbameins. Tveimur dögum síðar lést bróðir Celine, Daniel 59 ára, einnig vegna krabba. Celine hefur nú sett húsið sitt á sölu, Villa Montmorency sem staðsett er nálægt París í Frakklandi. Má því giska á að hún sé að kveðja þann kafla er snýr að eiginmanninum. Vitað er að hún átti mjög dýrmætar minningar í þessu húsi og vill hún sennilega halda áfram með líf sitt. Heimilið er metið á 9,3 milljón dollara og er á fjórum hæðum, með fimm svefnherbergjum og öllu tilheyrandi, þ.á.m. vínkjallara, bíói, heilsulind og líkamsræktarstöð. Húsið er girt af og vaktað allan sólarhringinn. Celine og Rene keyptu húsið árið 2008.