KVENNABLAÐIÐ

Burt með aukakílóin á nýju ári: Uppskriftir og ráðleggingar

Á nýju ári brennur á mörgum hvernig best er að losna við þessi aukakíló sem kunna að hafa komið yfir hátíðarnar. Það er ekki auðvelt verk, en með réttum leiðbeiningum getur þú náð frábærum árangri. Veganúar er í „tísku“ og vill fólk fara úr feitu kjöti yfir í grænmetið. En hvernig? Jú, við ætlum að veita ykkur smá innsýn í safakúra og hversu mikið þú brennir á hverri hreyfingu fyrir sig. Nauðsynlegt er að minnast á að þú þarft að koma reglu á svefninn til að ná stjórn á nammipúkanum og of lítilli orku.

Við elskum smoothies! Já, þeytingar sem hjálpa okkur í baráttunni við svengd og að innbyrða hollt og gott án þess að finna fyrir hungurtilfinningu. Þeir hjálpa okkur að finna fyrir seddu og auðvelt er að útbúa þá. Þú þarft bara að setja réttu innihaldsefnin í þá…

Auglýsing

Athugaðu þessa:

Greipaldin er dásamlegur ávöxur. Hann hjálpar til við að lækka insúlín sem er hormónið sem geymir fituna í líkamanum. Hálfur ávöxtur á dag mun hjálpa þér að missa kíló!

Engifer

Náttúrulegur svengdarbani og hálpar til við þyngdarstjórnun. Hann hækkar líkamshitann þannig þú brennir fleiri kaloríum.

Heslihnetur

Trefjaríkustu hneturnar – trefjaríkar hnetur eru stórt atriði þegar missa skal kíló

Hörfræ

Trefjarík og hjálpa til við andoxun líkamans. Þau hjálpa til við að búa til seddutilfinningu þannig bættu þeim í alla þeytingana þína!

Grænn þeytingur: 

2 græn epli, sentimetri af engifer, 4 sellerístilkar, 4 tsk af hörfræjum og 2 glös af vatni

Gúrkuþeytingur: 

10 mintulauf, 1/2 bolli heslihnetur, 2 epli, 2 gúrkur, bútur af engifer, 2-3 matskeiðar límónusafi, 4 sellerístilkar og 2 glös af vatni

Peru/banana þeytingur:

2 perur, 2 bananar, 200 gr jógúrt/AB mjólk, 4 matsk hörfræ, 2 bollar ber, smá kanill og 1/2 bolli heslihnetur

Epla/banana þeytingur:

2 bananar, smá engifer, 1/2 bolli möndlur, 2 appelsínur, 2 sítrónur, smá kanill og 2 bollar vatn

Ferskjuþeytingur:

2 bollar frosnar eða ferskar ferskjur, 2 teskeiðar hörfræolía, 2 bollar léttmjólk/fjörmjólk

Greipaldin/appelsínuþeytingur:

2 greipaldin, 2 appelsínur, 2 mangó, 1/2 bolli möndlur, 2 bananar og 2 bollar vatn

Bláberjaþeytingur:

2 bollar bláber, 2 appelsínur, 1 bolli ananas, 2 bananar, 1/2 bolli möndlur, 200 gr grísk jógúrt.

Auglýsing

Hreyfing: 

Að hjóla

Þú brennir 600 kaloríum á klst.

HIIT

Að æfa með sprettum. 1 mínúta að hlaupa/á skíðavél, 1 mínúta í hvíld. Öflug brennsla

Sippa

Þú getur notað alvöru eða ímyndað sippuband! Endurtakið í mínútu í senn

Róður

840 kaloríur brennast á klst.

Sund

Sund brennir 600 kaloríum á klst og er einkar auðveld æfing sem veldur sjaldan verkjum

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!