Ung stúlka var svo spennt að fara um borð í flugvélina á leið í frí til Tælands að hún gleymdi bangsanum sínum í sætinu á biðstofu flugvallarins. Ulyana var að ferðast með foreldrum sínum frá Yekaterinburg í Rússlandi á jóladag og tók uppáhalds bangsann sinn með. Angist greip um sig hjá litlu stúlkunni þegar hún gerði sér grein fyrir að bangsi hefði orðið eftir á vellinum. Móðir hennar sendi umsvifalaust tölvupóst til flugvallarstarfsfólks til að biðja það að geyma bangsann dýrmæta. Þau hefðu ekki getað grunað hversu dásamlega meðferð hann fékk!
Starfsfólk flugvallarins sendi móðurinni meðfylgjandi myndir af bangsanum í allskonar kringumstæðum – það lítur út fyrir að hann hafi haft mjög gaman á meðan! Hið indæla flugvallarstarfsfólk sendi Ulyönu bréf: „Ekki hafa áhyggjur, bangsanum þínum leiðist ekkert. Meðan þú ert að synda og í sólbaði býr hann hjá okkur. Hér eru nokkrar myndir af honum!“
Yndislegt!
Heimild: SiberianTimes