KVENNABLAÐIÐ

Hveitilaus 70% súkkulaðikaka með dökkum súkkulaði- og espressoglassúr – Uppskrift

Þessi er ekki fyrir þá sem ætla að halda í við kaloríurnar, en hún er alveg sjúklega góð á bragðið og dásamlega falleg á besta kökudisk heimilsins. Uppskriftina afhjúpaði Martha í bókinni Martha Stewart Cakes sem kom út árið 2013 en ekkert hveiti er í uppskriftinni, sem er þar af leiðandi glútenlaus!

Er fegursta súkkulaðikaka heims fundin?

flourless-chocolate-espresso-cake-m226-stew-9780307954343-art-r1_horiz

Hveitilaus 70% súkkulaðikaka – Uppskrift

3 msk ósaltað smjör og örlítil viðbót fyrir kökuformið

170 gr biturt súkkulaði, helst 70% kakósúkkulaði, fínsaxað

6 stór egg; aðskiljið rauðu og hvítu – látið standa við stofuhita

1 bolli sykur

3 msk instant espresso-kaffi

¼ tsk gróft salt

1 msk hreint vanilluþykkni

Forhitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið hringlaga spring-kökuform að innan (svo auðveldara verði að taka kökuna úr forminu) og smyrjið líka hliðarnar að innnanverðu. Bræðið smjör og súkkulaði saman í vatnsbaði (lítilli skál) við vægan hita á hellu og hrærið saman þar til blandan er orðin mjúk og rennileg.

Þeytið saman eggjarauðurnar við ½ bolla af sykri með handþeytara á miðlungshraða þar til blandan er orðin þykk og föl, í ca. 3 mínútur. Bætið nú við espressodufti og salti; þeytið saman þar til allt er orðið jafnt og mjúkt, í u.þ.b. 1 mínútu. Bætið að lokum vanilluþykkninu og bræddu súkkulaði saman við, þeytið saman í 1 mínútu til viðbótar.

Þeytið eggjahvítur saman á miðlunghraða í annari skál, allt þar til hvíturnar eru teknar að freyða. Aukið nú hraðann á handþeytaanum og bætið ½ bolla af sykri í til vibótar og þeytið vel saman þar til hvíturnar eru stífþeyttar, í ca. 5 mínútur. Bætið í súkkulaðiblöndunni í þremur áföngum. Hellið nú deiginu í kökuformið og bakið þar til kakan er orðin tilbúin; í 40 til 45 mínútur. Fjarlægið kökuna úr forminu og berið fram á fallegum kökudisk. Berið glassúrinn (sjá uppskrift að neðan) fram með kökunni.

Sjá uppskrift að espressoglassúr fyrir neðan mynd:

flourless-chocolate-espresso-cake-m226-stew-9780307954343-art-r1_vert

70% súkkulaði- og espressoglassúr:

85 grömm biturt súkkulaði, helst 70% dökkt kakósúkkulaði, fínsaxað

1 ½ msk ósaltað smjör

2 tsk hreint vanillyþykkni

⅓ bolli þeytirjómi

⅓ bolli sykur

1 msk instant-espresso kaffi

¼ tsk gróft salt

Blandið súkkulaði, smjöri og vanilluþykkni saman í skál. Setjið þeytirjómann, sykurinn, espresso-duftið og saltið saman í lítinn pott og hitið upp að suðu, hrærið vel saman þar til sykurinn og espresso-duftið eru brædd að fullu. Hellið nú súkkulaðiblöndunni yfir og hrærið saman þar til glassúrinn er orðin áferðarfallegur og mjúkur.

ATH: Hægt er að gera glassúrinn allt að þremur dögum áður en kakan er bökuð og geyma í lokuðu íláti í kæliskáp. Hitið upp að nýju í lítilli skál sem er sett ofan á pott með sjóðandi vatni á eldavél (þ.e. hitið glassúrinn í lítilli skál yfir vatnsbaði) og hrærið vel þar til glassúrinn er orðinn mjúkur.

flourless_chocolate_cake_2

Martha Stewart’s Cakes

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!