Sjálfsfróun er yndisleg, heilandi og vinnur ekki einungis bug á streitu heldur eykur boðefnaflæði líkamans. Sjálfsfróun getur verið dulúðug, einhverjum þykir hún skammarleg og fæstir tala um sjálfsfróun sín á milli. Sannleikurinn er þó sá að sjálfsfróun getur stuðlað að þyngdartapi, kveikt undir ástríðum og aukið gæði samlífs para. Hér fara sex undursamlegar ástæður þess að allir ættu að iðka sjálfsfróun:
#1 – Sjálfsfróun eykur slökun og innri ró
Sjálfsfróun sem fæðir af sér fullnægingu hjálpar líkamanum að leysa boðefni úr læðingi; dópamín, endorfín og oxytocin, en síðastnefnda boðefnið er þekktast fyrir að ýta undir löngun til nándar og jákvæðra tilfinninga. Þegar líkaminn leysir þessi boðefni úr læðingi, minnkar að sama skapi kortisólmagnið í líkamanum, en kortisól er streituhormón. Þeir sem glíma við of mikið kortisólmagn glíma oft við bólgur og bjúg, borða til að sefa eigin tilfinningar, eiga erfitt með svefn og þekkja ótæpilega þyngdaraukningu. Því er ekki ofsögum sagt að reglubundin fullnæging ýti undir þyngartap og betri heilsu.
#2 – Stuðlar að heilbrigðari matarvenjum:
Þeir sem eru með hátt magn oxytocin eru hamingjusamari og hafa minni löngun til að borða sætindi og skyndibita; með öðrum orðum, hamingjusamt fólk hefur ekki löngun til að borða yfir tilfinningar sínar. Jafnvel þó viðkomandi nái ekki hámarkinu og fái þannig ekki fullnægingu, framleiðir líkaminn engu að síður oxytocin við sjálfsfróun og að sjálfsögðu í auknum mæli hjá fólki sem fróar sér reglulega.
#3 – Sjálfsfróun er líkamlega græðandi:
Meltingarfærin og sálartetrið eru beintengd. Þetta mun vera vísindalega rannsakað, en reglubundin sjálfsfróun getur dregið úr vindverkjum, uppþembu og almennum óþægindum í kviði; reglubundin fullnæging getur sumsé komið reglu á meltinguna.
#4 – Sjálfsfróun ýtir undir aukið sjálfstraust:
Sjálfsfróun leiðir af sér aukna líkamsvitund, sjálfstraust og jákvætt viðhorf til eigin líkama. Ekki bara það heldur getur þekkingin ein á þeim sjálfsunaði sem leiðir til fullnægingar, ýtt undir aukna tilfinningagreind. Þess utan þarftu ekki að treysta á viðurkenningu annarrar manneskju þegar þú iðkar sjálfsfróun.
#5 – Reglubundin sjálfsfróun ýtir undir kynlöngun:
Rannsóknir hafa sýnt að erótískar fantasíur auka á testesterónframleiðslu meðal kvenna. Þetta merkir meðal annars að þegar konur lesa erótískar skáldsögur kviknar líkamleg kynlöngun, kynhvötin blómstrar og boðefnaflæðið eykst. Bravó, 50 Shades!
#6 – Sjálfsfróun er ekki ólík hugleiðslu:
Kynferðislegur unaður er frábær leið til að vinna bug á kvíða. Þannig getur sjálfsfróun komið ró á hugann og fært þig nær Nú-inu. Þannig er hægt að líkja sjálfsfróun við ákveðið form hugleiðslu. Fullnægingin sjálf leysir boðefni úr læðingi sem vinna mót streitu og eru þannig frábær leið til að ýta áhyggjum á brott og tengjast líkamlegum þörfum. Það eitt að gefa sig á vald augnablikinu og einbeita þannig á hvað er líkamlega hollt fyrir þig er stórkostleg leið til að auka á slökun og vellíðan.
Heimild / My Tiny Secrets