Þessi réttur er svo einfaldur og góður að það er bara grín. Þú átt eftir að elda þennan aftur og aftur og þetta er ekta dekurmatur á virkum degi. Matur sem lætur þér líða vel…
UPPSKRIFT:
Köld soðin hrísgrjón (upplagt að nota afganga frá deginum áður.)
1 Beikon bréf
Paprika
Laukur
1 matskeið sojasósa
Gulrætur og baunir úr dós
Vorlaukur
1 egg
Steiktu beikonið smátt skorið á pönnunni þar til að það er steikt í gegn en ekki brunnið. Veiðið það af pönnunni og það mesta af olíunni en ekki fleygja henni.
Steikið laukinn smátt skorinn og paprikuna þar til laukurinn gyllist, bætið út í grænmetinu úr dósinni en passið að hella vökvanum af dósargrænmetinu fyrst.
Bætið smá beikonolíu samanvið og steikið allt saman. Takið grænmetið af og bætið smá beikonolíu á pönnuna.
Setjið grjónin á pönnuna og steikið stutta stund, bætið beikoninu og grænmetinu út í og blandið öllu vel saman á pönnunni.
Hrærið saman 2 egg með gaffli, ýtið öllu á pönnunni á annan helminginn og hellið eggjablöndunni útí og hrærið stöðugt í með trésleif þar til eggin skramblast. Blandið saman við grjónin. Setjið sojasósuna saman við. Saxið vorlaukinn niður og skellið smávegis yfir pönnuna. TILBÚIÐ!!!