KVENNABLAÐIÐ

Þess vegna ættir þú að fá þér eldri hund

Ef þú ert að íhuga að fá þér hund eða fá þér annan hund inn á heimilið þá ættir þú alvarlega að hugsa um að fá þér hund sem er ekki hvolpur heldur er orðinn nokkurra ára gamall, því það getur verið einstaklega gefandi og einstök upplifun.

Margir sjá ofsjónum yfir því hvað hvolpar eru sætir og geta þess vegna ekki hugsað sér eldri hund en mundu að þeir eru bara hvolpar í mjög stuttan tíma og það er rosalega mikil vinna að vera með hvolp.


Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að hugleiða að fá þér eldri hund: 

starla2

“What you see is what you get”
Þú veist nákvæmlega að hverju þú ert að ganga. Þú veist hvað hann verður stór og hvernig skapferli hundsins er.

Mikil aðlögunarhæfni: 
Það er alveg ótrúlegt hve hundur er fljótur að aðlagast nýju heimili og fólki ef þú gefur honum ást og athygli.

Auðvelt að þjálfa: 
Mikið af eldri hundum eru þjálfaðir og það er ekkert mál að kenna eldri hundi nýja hluti. Þú sleppur við að þjálfa hann að gera þarfir sínar úti, gelta ekki á fólk og dýr, flaðra ekki upp um fólk, ganga í taumi, sitja, liggja og allt hitt sem hundar þurfa að kunna.

starla1
Þrifalegra: 

Þú sleppur við alls kyns ósiði hvolpa eins og að naga skóna þína, kúka og pissa inni, borða uppáhalds púðann þinn og fleira slíkt. Fullorðnum hundi hefur verið kennt að þetta er bannað.

Þakklæti: 
Það er eins og eldri hundar viti að þeir hafi fengið annað tækifæri og séu þakklátir nýjum eigendum fyrir að veita sér heimili. Sérstaklega hundar sem hafa átt erfitt og jafnvel þvælst á milli.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!