KVENNABLAÐIÐ

Það sem gerir kynlíf í hjónabandi ennþá betra!

Þú getur fengið það þegar þig langar til þess. Þegar þú ert gift er kynlíf eins og 24/7 opnunin í Hagkaup – alltaf opið og kemur sér sérstaklega vel þegar þú ert aðeins tipsý og bara verður.

Morgun „stuttarar“ eru líklegri. Stundum er það að toga hann aftur uppí rétt eftir að hann er búinn í sturtu bara akkurat það sem þig vantar til að koma þér í sturtuna.

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af kynsjúkdómum. Við gerum ráð fyrir að þú treystir makanum algerlega (vonandi, þú giftist honum nú einu sinni).

Þegar þið eruð búin að ljúka ykkur af, ef annað ykkar vill skella sér á hina hliðina og fara að sofa eða svara sms-i, er það ekki dónaskapur eða eitthvað sem þú þarft að ræða við vini þína samstundis. Kynlíf er algerlega ennþá sérstakt og tilfinningaríkt og allt það, en þú þarft ekki neinn sérstakan hátíðleika í kringum það allt saman.

Auglýsing

Þú þarft ekki að greina kynlífið þitt með vinum þínum. Vegna þess að það er bara fínt (ein af ástæðunum fyrir að þú giftist honum til að byrja með) og er bara milli ykkar tveggja.

THE HOLIDAY

Hann veit hvernig hann á að veita þér fullnægingu með litlum eða engum leiðbeiningum. Þannig að þú getur bara slappað af og notið þess í stað þess að láta hann reyna endalaust og pæla í hvenær þú ættir að biðja hann að hætta vegna þess að þú ert kominn með nóg.

Hann tekur ekki upp á einhverju furðulegu/óvæntu án þess að tala um það við þig fyrst. Þegar hann er um það bil að koma rykkir hann ekki alltíeinu í hárið á þér og kallar „mamma“.

Þú finnur ekki fyrir freistingu að gera þér upp fullnægingu með honum. Ef það er ekki að gerast þá hættiði bara og takið upp þráðinn næsta dag eða hvenær sem ykkur langar.

Auglýsing
Þér finnst þú ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að raka þig eða vera í bikiní vaxi alltaf hreint. Þú giftist honum vegna þess að hann er ekki einn af drullusokkunum sem ætlast til að klofið á þér sé endalaust hárlaust. Hann elskar þig og ætlast ekki til að þú hafir meira fyrir hársnyrtingunni en hann.

tumblr_n9k53g6QYp1qb5pj6o1_1280-800x400Kynlíf seinni partin um helgar er algerlega best. Þið eigið rúm, auka tíma og ekkert að gera fyrr en þið farið út um kvöldið. Það er ekkert eins og smá kynlíf og fegurðarblundur saman eftir á.

Ef þú ert ekki í stuði fyrir kynlíf er það ekkert stórmál. Það er engin ástæða til að ofurgreina það eða gera ráð fyrir að kynlífið sé ónýtt. Annað ykkar getur viljað sleppa því hvenær sem er án þess að hitt þurfi að fara í djúpa greiningu með vinunum um hvað það gæti þýtt.

Þér líður oft eins og steríótýpan um að gift pör stundi ekki kynlíf sé hreinasta bull. Þið eruð ennþá heit fyrir hvort öðru eftir ár eftir ár saman.

Eftir að þið hafið verið gift í 50 ár eruð þið líklegri til að byrja að stunda enn oftar kynlíf. Rannsóknir gefa til kynna að kynlífsvirknin aukist eftir fimmtugusta brúðkaupsafmælið.

Þið finnið enga þörf til að verða að stunda kynlíf í sturtunni eða öðrum blautum stöðum þar sem Hollywood segir að séu bestu staðirnir til að gera það. Verum bara heiðarleg, vatn er ekki besta kynlífsáferðin, sem getur gert sturtukynlíf frekar blah… Ef sameiginleg sturta hefur einhvern tilgang er það aðallega til að koma ykkur báðum út um hurðina eins fljótt og hægt er um morguninn.

Eina sem þið þurfið að gera til að staðfesta að þið viljið kynlíf er að líta á hvort annað. Eða senda honum sms „geturðu látið mig koma á eftir?“ Og vegna þess að hann er eiginmaður þinn og æðislegast maður í heimi svara hann einfaldlega „ekkert mál elskan ;)“.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!