KVENNABLAÐIÐ

Kraftlyftingamaður deyr í bekkpressu

Kyle Thomson, 22 ára, lést af sárum sínum á spítala eftir að hafa misst lóðin ofan á sig þegar hann tók bekkpressuæfingu. Var hann að reyna við 143 kíló. Missti hann takið og var enginn viðstaddur til að hjálpa honum og hreinlega kæfðu lóðin hann. Gerðis þetta skelfilega óhapp í líkamsræktarstöð í Iowa, Bandaríkjunum.

Þjálfari Kyle, Greg Schoon, segir að þessi fyrrum nemandi hans hafi verið að lyfta um 143 kílóum og þetta óhapp hafi komið flestum á óvart: „Þetta var stór strákur en hann var að missa kíló. Hann leit vel út, hann vissi hvað hann var að gera. Þetta var bara skelfilegt óhapp. Ef þú ert með einhvern til að „spotta“ þig er hægt að koma í veg fyrir slík slys. Þetta var frábær strákur, góður íþræóttamaður og góður samfélagsþegn. Þetta er hræðilegur missir.“

Líkamsræktarstöðin
Líkamsræktarstöðin

Framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar Joe Brammer segir í yfirlýsingu að starfsfólk stöðvarinnar sé að fá áfallahjálp: „Þetta eru sársaukafullir og erfiðir tímar og hugsanir okkar eru með fjölskyldu Kyle. Ráðgjafar eru í fullu starfi að sinna starfsfólkinu okkar í dag og í nokkra daga. Hafið fjölskyldu hans í bænum ykkar.“

Heimild: Mirror.co.uk

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!