Stóri kampavínsdagurinn er óðum að renna upp, því eins og margir vita skála afskaplega margir í kampavíni til að fagna nýju ári. Ef flaskan á hinsvegar að endast alla nóttina eru stundum góð ráð dýr! (reyndar ekki þetta eina sem við ætlum að segja ykkur frá!)
Það eina sem þú þarft að gera til að halda þessum „bublum“ gangandi er að setja skeið ofan í flöskuhálsinn, endann niður og setja inn í ísskáp. Þannig getur vínið haldist ferskt fram á næsta dag!
Stjörnukokkurinn Luis Bolla frá Salinas á Spáni segist hafa prófað þetta ráð og furðulegt nokk – það virki: „Við á Spáni drekkum mest af cava og kampavíni í öllum heiminum og erum þakklát fyrir þetta ráð. Pabbi minn og afi áttu veitingastað og ef eitthvað var eftir í flöskunum geymdust þær fram á næsta dag svona.“
Það sem virðist vera aðalatriðið í þessu sniðuga trikki er að skaftið á skeiðinni virðist hjálpa til við að kæla loftið í flöskunni fljótar. Því kaldara sem loftið er, því þéttara er það svo þannig situr það ofan á vökvanum og virkar eins og einhverskonar poki sem lætur gosið ekki sleppa of fljótt út.
Njótum áramótanna og drekkum skynsamlega. Skál!