KVENNABLAÐIÐ

Star Wars leikkonan Carrie Fisher látin

Leikkonan Carrie Fisher er látin, sextug að aldri. Fékk hún hjartaáfall í síðustu viku og hafði það ekki af. Var hún einkum þekkt fyrir að hafa leikið Leiu prinsessu í Star Wars myndunum.

car

Fékk leikkonan hjartaáfall um borð í flugvél á leið frá London til Los Angeles. Talsmaður fjölskyldunnar staðfesti andlátið við Hollywood Reporter og segir að andlát hennar hafi borið brátt að og að hennar verði sárt saknað af fjölskyldumeðlimum sem og aðdáendum.

Einnig ritaði hún bækur á borð við Postcards From the Edge. Í sérstökum þætti HBO sjónvarpsstöðvarinnar Wishful Drinking, rak hún óvenjulega ævi sína og var útnefnd til Emmy verðlauna fyrir hann.

Carrie var dóttir Debbie Reynolds leikkonu og söngvarans Eddie Fisher árið 1956. Carrie ólst upp í skemmtanaiðnaðinum og skildu foreldrar hennar þegar hún var tveggja. Faðir hennar tók saman við Elizabeth Taylor og var það mikil frétt í gulu pressunni á sínum tíma. Hún ólst upp í Beverly Hills og fór fyrst á svið í Broadway 15 ára gömul með móður sinni í söngleiknum Irene. Í fyrsta sinn sem hún lék í kvikmynd var árið 1975 og var það með Warren Beatty í myndinni Shampoo.

Star Wars tríólógían kom henni þó á stjörnuhimininn og munu aðdáendur syrgja hana um ókomna tíð.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!