KVENNABLAÐIÐ

George Michael látinn

Söngvarinn George Michael er látinn, 53 ára að aldri. Stjarnan sem hóf feril sinn með hljómsveitinni Wham lést á heimili sínu í Bretlandi í dag um klukkan 14 að íslenskum tíma. Lögreglan segir að enginn grunur sé á voveiflegum aðstæðum hvað andlát hans varðar.

George fæddist Georgios Kyriacos Panayiotou í London og seldi meira en 100 milljón plötur í gegnum tíðina. Var söngvarinn að vinna að nýrri plötu með framleiðandanum Naughty Boy, samkvæmt frétt frá BBC.

gm2

Talsmaður Michaels segir: „Með mikilli sorg í hjarta staðfestum við að ástkær sonur, bróðir og vinur okkar Michael lést nú um jólahátíðina.“

Biður fjölskyldan um frið til að syrgja á erfiðum tíma. Árið 2011 frestaði Michael mörgum tónleikum vegna lungnabólgu og var hann milli heims og helju. Hvíli þessi frábæri söngvari í friði.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!