Valerie Fairman sem öðlaðist frægð í raunveruleikaþáttunum 16 and Pregnant er látin. Hún var 23 ára gömul. Þættirnir fjalla um kornungar mæður og er fylgst með þeim á tímabili. Móðir Valerie sagði í viðtali við TMZ að dóttir hennar hefði verið heima hjá vini sínum í Coatesville, Pennsylvaniu.
Vinur hennar kallaði á hana oft en hún var á baðherberginu. Þegar hún svaraði ekki var hurðin brotin upp. Þá lá hún örend á gólfinu. Niðurstöður úr krufningu eru ekki komnar en líklegt þykir að hún hafi tekið of stóran skammt. Barn Valerie, Nevaeh, 7 ára, dvelst nú hjá ömmu sinni.
