KVENNABLAÐIÐ

Þungarokksamman: 68 ára og öskrar í míkrafóninn

Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast – þessi 68 ára amma er sönnun þess en hún hefur nýverið ákveðið að elta draum sinn sem þungarokkssöngkona. Hún kallar sig „The Grindmother“ enda er tónlistin kennd við grindcore, sem er tegund af þungarokki. Hún fór að prófa sig áfram árið 2014 í heimabæ sínum, Windsor, Ontario, Kanada þegar sonur hennar og vinir hans buðu henni að vera með í grindcorehljómsveitinni sinni Corrupt Leaders. Þeir höfðu verið að leita að söngvara fyrir tónlistina og gáfu henni tækifærið. Sonur hennar (sem kallar sig Rain Forest) segir: „Við vorum að taka upp plötu…og við fengum hana til að koma og gera öskrið. Um leið og við sáum hana og heyrðum vissum við að hún hefði reiðina á bakvið og gæti algerlega sungið í hljómsveitinni.“

Auglýsing

Grindmother hefur því stofnað hljómsveit með syni sínum og eftir að rokkarinn Ozzy Osbourne tvítaði um bandið í fyrra hafa þau orðið óhemju vinsæl. Myndbandið við lagið ‘History Repeats’ hefur fengið um 1,5 milljón áhorf á YouTube. Aðdáendurnir koma víða að, m.a. hafa þau stóran aðdáendahóp í Japan. Þau ætla nú að fara í tónleikaferðalag.

 

aaag2

Aðspurð hvar hún finni reiðina til að syngja á þennan hátt segir Grindmother að hún sé „reið út í ástandið í heiminum. Það er margt rangt við það.“ Sem betur fer getur hún fundið reiðinni farveg á þennan skapandi hátt!

Þessi 68 ára kona segir að flestir vinir hennar séu steinhissa á vinsældunum – þeir telji heldur ekki að grindcore sé tónlist en hún áfellist þá ekki: „Þegar ég var ung sögðu foreldrar mínir að Bítlarnir og Rolling Stones flyttu ekki tónlist, þetta væri hávaði en ekki tónlist, svo þar hafið þið það,“ segir hún.

Auglýsing

Eftir að hafa hlustað á hana syngja er ótrúlega ánægjulegt að í viðtölum er hún bara eins og hver önnur amma!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!