KVENNABLAÐIÐ

Barnsmóðir Charlie Sheen fer í meðferð við lyfjafíkn

Brooke Mueller, fyrrum eiginkona leikarans Charlie Sheen hefur ákveðið að fara aftur í meðferð eftir afar furðulega hegðun undanfarinna vikna. Tók hún kast í Salt Lake City, fyrst á bar og svo annað fyrir utan bensínstöð. Samkvæmt systur Brooke, Sydney Wolofsky var hún lögð inn á spítala: „Eftir að það rann af henni spurði mamma hana hvað hún vildi gera og þá sagði hún að hún vildi fara aftur í meðferð og vera þar í langan tíma. Ég veit við ætlum að hitta hana um jólin, við förum á meðferðarstöðina og eyðum tíma með henni.“

Brooke fór í sína tuttugustu meðferð á þessu ári í janúar og hefur fallið nokkrum sinnum. Hún og Charlie eiga tvíburana Max og Bob sem eru sjö ára. Var hún handtekin með strákana berfætt á flandri. Sydney segir: „Brooke vill hitta strákana um jólin. Þeir sakna hennar og elska afar heitt. Þeir vita hvað er í gangi og að mamma er að fá hjálp.“ Tvíburarnir dveljast nú hjá móður Brooke.

Brooke er HIV smituð eins og Charlie Sheen sem einnig hefur átt við eiturlyfjafíkn að stríða.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!