KVENNABLAÐIÐ

Hann hefur flutt sjúklinga í 30 ár…og linar þjáningar þeirra á ótrúlegan hátt

Að vera í „aukahlutverki“ hjá sjúklingum er eitthvað sem Lindon Beckford hefur gert í meira en þrjátíu ár…og hann er ekki á leiðinni að hætta. Hann lætur fólki líða betur á vinnnustað sínum sem er á spítala í Boston og dreifir gleði og jákvæðni um allt – líka á meðan hann keyrir sjúklinga um í rúmum og hjólastólum – frá sjúkrastofum og í skurðaðgerðir. Sjúklingar geta verið afskaplega kvíðnir á þessari leið, en Lindon er þarna til að hjálpa og láta fólkinu líða betur.

Auglýsing

Hann heilsar hverjum og einum með brosi og kynnir sig: „Ég heiti Lindon og ég verð bílstjórinn þinn.“ Svo byrjar hann að syngja. Það bregst sjaldan að sjúklingarnir komist í betra skap og oftast örlar á brosi. Hann er samt ekki að þessu til að vinna vinnuna sína, hann er virkilega kærleiksrík manneskja. Sjúklingarnir kunna vel að meta hann, enda ekki á hverjum degi sem maður hittir svona söngvara!

Að fá söng á leið í aðgerð lætur sjúklingum líða sem þeir séu einstakir, hann lætur þá gleyma stað og stund, gleyma sér. Yndislegt myndband sem þú getur séð hér að neðan:

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!