Kærasta George Daniel Wechsler ákvað að þau skyldu ekki vera lengur par en hann átti erfitt með að sætta sig við neitun. Hann ásótti hana eftir sambandsslitin og vildi ólmur fá að gefa börnunum hennar jólagjafir. Hún neitaði því en samt sem áður mætti hann fyrir utan húsið hennar.
Á mánudaginn síðastliðinn, þann 5. desember braust George inn í hús hennar í Albuquerque, Nýju Mexíkó og beið eftir að hún kæmi heim, samkvæmt lögreglunni í Albuquerque. Þegar hún opnaði dyrnar hleypti hann af byssunni úr launsátri og börn hennar, 5,6 og 9 ára biðu bana. Hún var sjálf lífshættulega særð. George var fluttur á spítala en hann miðaði byssunni að sjálfum sér eftir ódæðið. Lést hann af sárum sínum á spítalanum.
Nöfn fórnarlambanna hafa ekki verið gefin upp en hin 36 ára móðir er enn á sjúkrahúsi og berst fyrir lífi sínu. Lögreglan segir að hún hafi barist til að bjarga börnunum sínum og var að reyna að bjarga einu barninu þegar hún var skotin.
Wechsler var á sakaskrá fyrir svipuð glæpsamleg atæfi. Í nóvember fór hann í geðrannsókn eftir að hafa hótað sjálfsvígi: „Hún vildi ekki hafa hann í lífi sínu,“ segir lögreglumaðurinn Fred Duran á blaðamannafundi vegna málsins. „Hún vildi ekki hafa hann á heimilinu og vildi ekkert hafa með hann að gera.“
Pam Wiseman, talskona samtaka sem berjast gegn heimilisofbeldi í Nýju Mexíkí segir að það verði að vekja athygli á því að ofbeldi geti átt sér stað, jafnvel eftir stutt sambönd: „Það eru viss hættumerki sem konur þurfa að vita af. Þessi maður var á sakaskrá fyrir ofsóknir. Þrátt fyrir að við getum ekki komið í veg fyrir allt heimilisofbeldi þarf að fyrirbyggja að slík voðaverk eigi sér stað í samfélagi okkar.“
Í ríkinu Nýju Mexíkó er ein hæsta dánartíðni Bandaríkjanna fyrir heimilisofbeldi. Árið 2014 var ríkið í sjötta sæti yfir flestar þær konur sem myrtar eru af karlmönnum í landinu. Árið 2013 var það í þriðja sæti.
Enn og aftur eru þessi ónauðsynlegu dauðsföll áminning um hversu vopnaeign Bandaríkjamanna er algeng og hversu auðvelt það reynist að komast yfir vopn. Ofbeldi af þessu tagi og heimilisofbeldi haldast oft í hendur.
Heimild: HuffingtonPost