James Corden sem rúntar um með stjörnurnar er uppáhald allra: Madonna settist í bílinn til hans og það var nú eiginlega vitað fyrirfram að það gæti ekki klikkað! Þau keyra um New York og spjallið inniheldur allt sem það á að gera: Söng, innilegt spjall, dans og fleira: „Ég drekk ekki, reyki ekki, fer ekki í partý,“ segir Madonna á einum stað. „Ég er frekar ferköntuð.“ Naaah, samkvæmt þessu myndbandi er hún það nú ekki!
