KVENNABLAÐIÐ

Hvort er þetta köttur eða hundur?

Internetið klórar sér í hausnum vegna þessa litla loðna gaur. Hann heitir Atchoum og býr í Kanada með fjölskyldu sinni. En hvað er hann – köttur eða hundur? Hann gæti verið bæði! Hann er afskaplega ljúfur og vel upp alinn (sjá myndirnar) en af hvaða tegund hann er virðist koma fólki í opna skjöldu. Hann gæti verið síðhærður köttur eða úfinn terrier!

screen-shot-2016-11-09-at-12-41-39-pm2-850x849

Auglýsing

Fólk á Twitter fór að giska og einhver sagði að hann væri augljóslega „katthundur“ á meðan aðrir sögðu að hann væri örugglega ugla! Aðrir sögðu að Atchoum væri eins og Ewok, loðna veran úr Star Wars myndunum. Hann er þó bara gæludýr heimilisins sem deilir því með einum venjulegum ketti.

at6

Svo…hvað er hann? Jú, hann er köttur! Það er rétt, þessi loðna vera er kisi…þó ekki sé hann venjulegur. Hann er persaköttur með svona mikið og sítt, grátt hár vegna erfðagalla. Það vex of mikið og þarf hann reglulega að fara í snyrtingu. Er hann ekki æðislegur?

at5

at2
Hann er með sína eigin Facebooksíðu – smelltu á myndina til að sjá hana!

at3

Auglýsing

at1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!