KVENNABLAÐIÐ

Ætla að flytja tónleika í kirkju til að fólk upplifi töfrana

Kvennahljómsveitin Grúska Babúska hefur verið ötul við tónleikahald víða um heim að undanförnu. Í október síðastliðnum fór hljómsveitin til Glastonbury og dvaldi þar í listamannaresídensíu í 10 daga.

Auk þess að semja 5 glæný lög og spila nokkra tónleika í nágrenninu, kynntist hljómsveitin öðrum tónlistarmönnum úr bænum, sem sumir hverjir spila inn á nýju tónverkin, og með þeim hófst samstarf.

„Þetta samstarf hefur dafnað og er markmið þess að skapa varanleg tengsl á milli tónlistarmanna frá Reykjavík og Glastonbury, enda eiga þessir sérstöku og fallegu tveir staðir mikið sameiginlegt og hafa svipaða orku fram að færa.“ segir Harpa Fönn, einn meðlima hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku.

Auglýsing

gb1

Af því tilefni er hingað komin til landsins fjöllistamaðurinn Jennifer Bliss Bennett, sem t.d. var meðlimur bresku þjóðlagahljómsveitarinnar Circulus. Hún mun flytja efni sitt ásamt Grúsku Babúsku og hljómsveitinni Hinemoa í kirkju óháða söfnuðarins í kvöld, miðvikudaginn 29. nóvember, kl. 20.00.

„Þegar við vorum í Glastonbury í haust opnuðust okkur svo margir gluggar og tækifæri. Til að mynda fluttum við efni okkar í fyrsta skipti órafmagnað á svokölluðu open mic kvöldi, og þar urðu svo miklir töfrar að við ákváðum að við myndum æfa upp og útsetja öll lögin okkar órafmögnuð, og að næstu tónleikar okkar yrðu í kirkju. Þá lá auðvitað beinast við að bjóða henni Jennifer að koma og spila með okkur, enda tekur tónlist hennar mann á æðra vitsmunaplan, og ekki til betri vettvangur en einmitt í kirkju óháða safnaðarins. Við erum því rosalega spenntar fyrir kvöldinu.“ bætir Harpa við.

Grúska Babúska á Facebook

Aðgangur verður ókeypis og gefst fólki tækifæri til að koma og njóta aðventunnar í notalegri stund við akústíska tónlist, og verður enn fremur boðið upp á heitt kakó og lummur. Að auki verða sérstakir heilunarsteinar beint frá Glastonbury til sölu. Börn eru svo auðvitað hjartanlega velkomin.

gb2

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!