Maður nokkur var lagður inn á sjúkrahús eftir að rafretta sprakk í vasa hans með alvarlegum afleiðingum. Atvikið náðist á myndband og var atvikinu lýst sem „fjórða júlí hátíðarhöldum “ (þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna).
Myndbandið sýnir Otis Gooding, 31, sem var í vinnunni við afgreiðslu í vínbúðinni Grand Central Terminal’s Central Cellars þegar allt í einu kviknar í rettunni með tilheyrandi látum: „Vasinn var logandi, það voru eldglæringar. Eins og það væri fjórði júlí,“ sagði einn samstarfsmanna hans. „Ég hélt að Otis væri með flugelda í vasanum en þá var það bara rafretta.“
Otis var fluttur á sjúkrahús því hann brenndist töluvert á fæti og hendi. Lögfræðingur hans sagði í viðtali við ABC 7 að hann þyrfti að fara í aðgerð. Virðast sprengingar á borð við þessa færast í aukana þegar um rafrettur er að ræða. Batteríin sem notuð eru úr lithíumjónum og hafa símar og fartölvur einnig sprungið sem innihalda sömu batterí. Þessvegna eru rafsígarettur t.d. bannaðar í flugi.