Hljótt hefur verið á Instagramreikningi Kim Kardashian undanfarið en nú hafa myndir skotið upp kollinum hjá þýska tímaritinu 032c. Klæðast systurnar engu nema Yeezy (merki Kanye West) og má sjá þær á ströndinni í einkar furðulegri uppstillingu ásamt annarri mynd af þeim í sturtu. Voru myndirnar teknar á nýju heimili Kim og Kanye sem er staðsett í Calabas, Kaliforníu en það er enn í byggingu.
