Jú, þetta minnir kannski dálítið á atriði í Friends þætti: Leikkonan Jennifer Aniston þurfti að minnast á kynlífsleikföng fyrir framan fötluð börn og andrúmsloftið verður…já, frekar vandræðalegt. Hon 47 ára leikkona kom fram í þættinum The One Show, þáttur á BBC til að tala um nýju myndina sína, Office Christmas Party.
Kom hún fram ásamt leikstjórum myndarinnar, Will Speck og Josh Gordon sem voru að spjalla saman en þau deildu stúdíóinu með fötluðum börnum sem voru að vekja ahygli á málefnum barna í samtökunum Children in Need. Spyrlar BBC þau Alex Jones og Matt Baker voru að spyrja Jennifer um persónu hennar í Office Christmas Party og eftir að hafa borið persónuna saman við persónu Rachel úr Friends og Horrible Bosses sagði Josh að hún væri svona „smá af báðum.“ Þá kom þessi setning frá Jennifer: „Bara án kynlífsleikfanganna.“
Á meðan Alex Jones hló spurði hinn spyrillinn hvort þetta væri réttmæt ályktun og svaraði þá Jennifer því til að svo væri. Fólk var fljótt að bregðast við á Twitter eins og sjá má:
Munu stjórnendur þáttanna þó hafa farið í smá fár vegna ummælanna en Jennifer fór svo að ræða að hún hefði notið þess að leika í myndinni og virtist ekki hafa tekið eftir því að hún fór aaaaðeins yfir strikið!