KVENNABLAÐIÐ

Fæddist með hvítan topp eins og mamma, amma og langamma!

Afar sjaldgæft heilkenni: Hin 18 mánaða MilliAnna Worthy, frá Ridgeland í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum fæddist með hvítan blett á enninu. Kallast heilkennið poliosis (ísl. fyrirmálshærur) en þá vantar litarefni í húðina og þar af leiðandi hárið líka. Það sem telst þó óvenjulegt er að þetta einkenni gengur í erfðir og er MilliAnna sú fjórða í fjölskyldunni sem ber þetta einkennilega en fallega merki.

gr3

 

gr1

Móðir MilliÖnnu, hin 23 ára Brianna Worthy, er með sama hvíta blettinn, einnig móðir hennar Jennifer sem er 41 árs og amma, Jaonne 59 ára: „Við erum ekki vissar hversu lengi þessi fæðingarblettur hefur verið í fjölskyldunni þar sem amma mín var ættleidd sem barn og hefur aldrei hitt líffræðilegu fjölskylduna sína,“ segir Brianna.

gr2

Vonaðist móðirin unga til að dóttir sín myndi einnig erfa gráa toppinn en myndir af þeim mæðgum hafa farið út um allt á netinu undanfarið, sérstaklega vegna þess að MilliAnna minnir fólk á Marvel ofurhetjuna Rouge í X-Men. Brianna vonast til að dóttir hennar eigi eftir að kunna að meta hversu einstök hún er og vonar að hún láti ekki leiðinlegt fólk slá sig út af laginu: „Ég þurfti að þola einelti vegna þessa þegar ég var lítil. Sumir krakkanna kölluðu mig „skúnk“ út af hárinu og reyndu að móðga mig. Ég tók þessu illa þá en í dag er ég ótrúlega sátt við að ég er einstök! Ég ætla að kenna dóttur minni það.“

gr5

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!