KVENNABLAÐIÐ

Hversu oft á ég að þvo og þrífa dótið mitt?

Allir vilja halda hreint og fallegt heimili en það getur vafist fyrir mörgum hversu oft á að þrífa ákveðna hluti – hversu oft ættirðu að þrífa salernið? Ertu að þvo gallabuxurnar þínar of oft?

Þessi frábæra tafla var sett saman af Henry Hoover og sýnir hversu oft þú ættir að huga að þrifum á ýmsum hlutum á heimilinu.

th1

Rúmföt: einu sinni í viku

Rúmföt skaltu þvo á háum hita 60-90°C

Púðar

Púðar þyngjast með tímanum, m.a. vegna ryks og óhreininda sem safnast fyrir í þeim.

Á 3-6 mánaða fresti

Þvoðu tvo púða saman

Gallabuxur

Þú skalt þvo þær í fjórða til fimmta hvert skipti sem þú ætlar í þær. Þær skreppa alltaf örlítið saman í hvert skipti þannig best er að klæðast þeim nokkrum sinnum áður en þú þværð þær í fyrsta skipti. Þegar þú gerir það skaltu þvo þær á röngunni á 30°C og hengdu upp til þerris

Auglýsing

th-rett-bh

Brjóstahöld

Ekki skaltu klæðast sama haldaranum tvo daga í röð til að teygjan í haldaranum fái tíma til að ganga til baka. Með þessu endist haldarinn lengur og þú ættir ekki að þurfa að þvo hann nema í þriðja, fjórða hvert skipti sem þú klæðist honum

Hár

Annan hvern dag

Að þvo hárið á hverjum degi tekur góðu olíurnar í burtu. Ef þú ert með feitt hár skaltu nota þurrsjampó þann dag sem þú þværð ekki hárið

Gluggar

Tvisvar á ári

th3

Dýnur

Sjötta hvern mánuð

Best er að ryksjúga yfirborðið, svo tekurðu burt blettina með rökum klút

Bakaraofn

Best er að þrífa hann yfir nótt.

Hér er uppskrift að frábærum hreinsilegi fyrir ofna

Teppi

Laus teppi ætti að þvo einu sinni á ári. Ryksjúga yfirborðið og nota gufuþriftæki ef til er

th4

Veski

Veskin okkar ætti að þrífa einu sinni í viku. Rannsóknir sýna að þau geta innihaldið saurgerla og aðrar bakteríur sem við viljum ekki nálægt okkur. Blautþurrkur sem ekki innihalda alkóhól eru sniðugar í þetta verkefni

Þvottavélin og þurrkarinn

Ætti að þrífa einu sinni í mánuði. Í þeim má finna saurgerla og jafnvel salmonellugerla. Setið tækin í gang á hæsta hita, fyrst með borðediki og svo annan hring með hálfum bolla af matarsóda. Þurrkið í lokin.

Vaskar og niðurföll

Daglega

Eldhúsvaskurinn þinn er gróðrarstía sýkla og baktería, þannig dagleg hreinsun er málið. Spreyjaðu með bakteríudrepandi spreyi og þurrkaðu af

Auglýsing

th5

Salerni

Einu sinni í viku. Notið salernishreinsi og sótthreinsandi að utan. Látið hreinsinn sitja í í 10 mínútur áður en burstinn er notaður

Baðhandklæði

Einu sinni í viku

Ef þú þurrkar þau alltaf á milli er nóg að setja þau í vélina einu sinni í viku. Ekki nota of mikið þvottaefni – of mikil sápa gerir þau minna „fluffy!” þvoðu á vægum hita og slepptu taumýkinum

Ísskápur

Ef þú vilt að maturinn þinn sé geymdur í sýklafríu umhverfi ættirðu að þrífa hann einu sinni í viku. Notaðu blöndu af vatni og borðediki (til helmingja) innan í og utan. Hafðu hurðina opna til að láta hann þorna

th6

Bíllinn

Í hverri viku ef veðrið er þannig. Ef veðrið er þurrt og gott er í lagi að bíða í tvær-þrjár vikur milli þrifa

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!