Ef þú hefur ekki heyrt um kalkmálningu þá þarftu að kynna þér hana núna! Ef þú fylgist með hönnunar- og skreytingarsíðum er alltaf verið að tala um kalkmálningu. Málningin er þess eðlis að hún fer á ALLT sem þig langar að mála innandyra- eða utan án pússunar eða söndunar. Málningin þekur auðveldlega, er fljót að þorna og gefur ótrúlega töff og fallegt lúkk…pínulítið eytt eða jaskað en samt smart. Kalkmálning dregur nafn sitt af því að það er eins og hlutirnir séu pínu kalk-húðaðir og líta út fyrir að vera gamlir.
Málið með kalkmálninguna er að hún er svo DÝR! En ekki ef þú gerir hana sjálf/ur heima – uppskriftin er sáraeinföld og þú ættir ekki að vera í vandræðum með að útbúa hana:
1 BOLLI LATEXMÁLNING
3 MATSKEIÐAR ÍSKALT VATN
1/2 BOLLI MATARSÓDI
Uppskrift nr. 2:
1 BOLLI LATEXMÁLNING
1 MATSKEIÐ ÍSKALT VATN
2 MATSKEIÐAR FÚGA (án sands)
Í báðum tilfellum er öllu blandað saman. Munið að málningin þornar afar snöggt þannig betra er að blanda minna í einu!