KVENNABLAÐIÐ

Reglur fyrir pör sem vilja opið samband

Opið samband er fyrir pör sem vilja hafa aðgang að öðrum aðilum með samþykki hins aðilans. Auðvitað eru slík sambönd ekki fyrir alla (segir sig sjálft) en hvað um þá sem vilja vera saman en stunda t.d. kynlíf með öðrum aðilum?

Hér eru nokkrar reglur sem YourTango tók saman:

Opið samband getur virkað ef þið setjið grundvallarreglur

Ef þið eruð forvitin getur verið fyrsta skrefið að setja reglur sem báðir aðilar geta sætt sig við. Við erum öll ólík þannig eitt getur ekki virkað fyrir annan, þannig þetta eru bara vegvísar sem hver og einn mótar að sínum þörfum.

Setjið allt á borðið

Ef þið hafið áhuga á að opna sambandið er mikilvægast að ræða allt við makann – setja allt á borðið. Ræðið málið þegar allir eru rólegir og nægur tími til að ræða hlutina. Verið opin og einlæg með tilfinningar ykkar. Útskýrið kosti þess og galla við fyrirkomulagið. Ef báðir aðilar samþykkja, takið hlutina upp á næsta stig. Ef ekki, talið um leiðir til að efla sambandið ykkar.

Auglýsing

Reglur

Pör setja afar ólíkar reglur þegar kemur að opnum samböndum en auðvitað eru þær allar jafn mikilvægar. Ef þið eruð bæði á því að reyna opið samband setjið niður nákvæmar reglur sem eiga við báða aðila og báðir eru sáttir við. Skrifið þær niður og ræðið smáatriði sem eta komið upp. Segið allt sem ykkur finnst – annars eru líkur á að eitthvað fari úrskeiðis.

Reglurnar gætu verið eitthvað af eftirfarandi (athugið að einhver ein regla gæti alls ekki átt við um þitt samband, þetta eru bara tillögur):

Stundið alltaf ábyrgt kynlíf utan sambands

Ekkert kynlíf með sameiginlegum vinum

Ykkar samband á að vera í forgrunni – að hitta annað fólk má ekki skarast á við tíma sambandsins ykkar

Kynlíf með öðrum er bara leyfilegt þegar hinn aðilinn er ekki heima/í útlöndum/eitthvað álíka

Kynlíf þarfnast samþykkis hins aðilans

Kynlíf er eingöngu samþykkt þegar báðir aðilar taka þátt

Kynlíf með öðrum má aldrei stunda á heimili ykkar

Kynlíf er leyfilegt heima en ekki í svefnherberginu

 

Ekki halda aftur af þér

Ef þið búið til reglur sem virka ekki og þið verðið óhamingjusöm, endurskoðið þær. Það þarf tíma til að laga sig að breyttu fyrirkomulagi. Verið þolinmóð við hvort annað.

open2

Ákveddu hvað þér finnst í lagi að heyra um athafnir hins aðilans

Mikilvægt er að ákveða hvort þú viljir heyra um ævintýri makans og öfugt. Ekki spyrja um smáatriði ef þú vilt í raun og veru ekki heyra um þau.

Takið eitt skref í einu

Byrjið hægt til að athuga hvort opið samband sé í raun og veru það sem þið viljið. Umfram allt verið einlæg við hvort annað. Ef ykkur líður báðum vel er möguleiki á að halda áfram og þið getið verið öruggari í ákvörðunum ykkar. Það er engin þörf á að flýta sér.

Auglýsing

Ekki fara á bakvið makann

Framhjáhald er enn mögulegt í opnu sambandi, munið það. Skoðið reglurnar og einbeitið ykkur að því að halda þær. Komið hreint fram því opið samband virkar aðeins ef 100% traust ríkir á báða bóga – um leið og það er farið er allt ónýtt.

Ekki þvinga fram niðurstöður

Ef fyrirkomulagið er ekki að virka fyrir annan aðilann er það ekki að virka. Punktur.

Opið samband virkar ekki ef aðeins annar aðilinn er ánægður. Það getur líka komið að því að opið samband sé ekki fyrir ykkur lengur og þið viljið hafa það eingöngu milli ykkar tveggja. Hverjar sem tilfinningarnar eru verður að ræða þær. Sambönd af þessu tagi eru til að styrkja sambandið milli ykkar – ekki að skemma það. Ef þið fylgið þessum reglum er líklegt að það virki!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!